fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Skyndilegur áhugi eldri íhaldsmanna á Eurovision – Hrifnir af Ísrael og Heru

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. maí 2024 15:00

Brynjar, Jón og Björn fylgdust spenntir með keppninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorf hefur sjaldan eða aldrei verið minna á Eurovision söngvakeppnina en í ár, af ástæðum sem flestir þekkja. Það er vegna þátttöku Ísraelsmanna í keppninni og innrásar þeirra inn á Gasa ströndina. Athygli vekur hins vegar áhugi eldri og íhaldssamari karla á keppninni, sem ekki hafa verið áberandi í umræðunni fram til þessa.

Mikil skraut og ljósasýning

Einn af þeim er Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem bloggað hefur í tvígang um málið. Beinir hann meðal annars spjótum sínum gegn RÚV, Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Arnari Eggerti Thoroddsen poppfræðingi.

„And-Eurovision sönghátíð var haldin sama kvöldið og Hera Björk söng fyrir Íslands hönd í Malmø og forseti Íslands var á hátíðinni! RÚV stendur fyrir Eurovision hér og starfsmenn þess leika tveimur skjöldum – fagleg sjónarmið víkja fyrir einkaskoðunum – ekki í fyrsta sinn,“ segir Björn í pistli þann 11. maí og vísar til samstöðutónleikanna sem haldnir voru fyrir Palestínumenn í Háskólabíó.

Tveimur dögum seinna bölsótaðist Björn vegna viðtals í sjónvarpsfréttum RÚV við Arnar Eggert sem hafði lýst Eurovision sem algjöru klúðri og að keppnin væri að verða eitruð.

Af pistli Björns má reikna með að hann hafi fylgst með Eurovision fullur aðdáunar.

„Þeir sem fylgdust með Eurovision-söngvakeppninni í beinni útsendingu frá Malmø á þremur kvöldum hljóta að dáðst að því hve vel Svíum fór framkvæmdin úr hendi. Úr varð mikil skraut- og ljósasýning eins og til var stofnað og náði hún til meira en 100 milljón sjónvarpsáhorfenda um heim allan,“ segir Björn.

Þá segir hann orð Arnars vera öfugmæli. „Þeir sem breyttu þessari keppni í stjórnmálaviðburð núna voru aðgerðarsinnar gegn Ísrael. Það blasir við þegar litið er á framgöngu þeirra með aðstoð RÚV hér á landi. Þeir urðu hins vegar undir og þá er brugðist við á þann hátt sem birtist í orðum Arnars Eggerts og RÚV lætur auðvitað þar við sitja, þótt höfuðklúðrið sé þess,“ segir hann.

Pirraður út af dómnefndum

Einnig úr óvæntri átt kom áhugi Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara. En hann skrifaði grein í Viljann þar sem hann kvartaði yfir því að „dómnefndir valdsins“ réðu í Eurovision en ekki atkvæði fólksins.

Jón Steinar sakar dómnefndir um að sammælast um að velja Nemo. Mynd/Getty

Rakti hann svo muninn á atkvæðum dómnefnda og atkvæðum úr símakosningum. Til að mynda að Svisslendingar, sem unnu keppnina, hafi aðeins hafnað í fimmta sæti í símakosningu á meðan Ísrael hafi farið úr tólfta sæti upp í fimmta eftir að símaatkvæðin voru talin. Það er að Ísrael hafi endaði í öðru sæti hjá almenningi.

„Dómnefndirnar, sem eru skipaðar fulltrúum valdsins, ráða niðurstöðunni en ekki fólkið sem leggur það á sig að skila inn atkvæðum. Nú virðist þetta hafa þjónað þeim tilgangi að hindra að ísraelska lagið gæti sigrað,“ segir Jón Steinar og sakar dómnefndir um að hafa sameinast um eitt lag til að það myndi vinna. „Það er mín skoðun að svissneska lagið hafi ekki verið upp á marga fiska og hið ísraelska verið miklu áheyrilegra,“ segir Jón Steinar sem sat við og horfði á keppnina.

Horfði í fyrsta sinn í áratugi

Keppnin í ár vakti einnig áhuga Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í færslu á samfélagsmiðlum sagðist Brynjar hafa horft á Eurovision í fyrsta skipti í áratugi núna í ár.

„Mér fannst Hera standa sig frábærlega og Gunna Dís kynnir var ekki síðri. Mjög áheyrileg og lúmskt fyndin,“ segir Brynjar.

Einnig skaut hann skotum á samstöðutónleikana í Háskólabíó sem sýndir voru á Stöð 2.

Brynjar er ánægður með Heru sem endaði þó í neðsta sæti keppninnar.

„Missti alveg af tónleikum sjálfhverfa frekjuliðsins á Stöð 2. Þeir tónleikar hefðu aldrei orðið að veruleika hefði þeirra maður unnið undankeppnina og verið fulltrúi okkar í keppninni. Þeir sem halda að þessir tónleikar hafi verið vegna samkenndar með fórnarlömbum stríðs en ekki bara venjuleg pólitík eru á villigötum. Það væri þá allavega mjög valkvæð samkennd,“ segir Brynjar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?