fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Komnir heim til Bretlands eftir hörmulegt slys á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretarnir Zak Nelson og Elliot Griffiths eru komnir heim til Bretlands þremur vikum eftir að hafa lent í alvarlegu umferðarslysi hér á landi.

Zak og Elliot komu til Íslands þann 21. apríl síðastliðinn og hugðust dvelja hér í nokkra daga. Ógæfan dundi hins vegar yfir strax á fyrsta degi þegar þeir lentu í hörðum árekstri við annan bíl. Báðir slösuðust töluvert en Elliot hlaut öllu alvarlegri meiðsli og þurfti að gangast undir aðgerð vegna innvortis blæðinga.

Zak hefur leyft fylgjendum sínum á TikTok að fylgjast með gangi mála og hafa myndbönd hans vakið talsverða athygli. Elliot dvaldi á Landspítalanum í nokkrar vikur eftir slysið en í frétt BBC í morgun kemur fram að hann hafi nú verið fluttur með sjúkraflugi til Bretlands þar sem bataferlið heldur áfram.

Sjá einnig: Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi:Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Greint var frá því á dögunum að þeir hefðu trúlofað sig á Landspítalanum þegar þeir hittust fyrst eftir slysið og stefna þeir að því að ganga í það heilaga á næsta ári, samkvæmt viðtali við Zak á vef BBC.

„Við erum ekki búnir að ákveða dag fyrir brúðkaupið enda mun það fara eftir því hvernig bataferlið gengur,“ segir Zak sem er 28 ára rútubílstjóri frá Norwich á Englandi.

Í umfjöllun BBC kemur fram að Elliot hafi fengið stóma eftir slysið sem er til marks um þá alvarlegu áverka sem hann hlaut.

Í einu myndbandi á TikTok tjáði Zak sig um Landspítalann og íslenskt heilbrigðisstarfsfólk og er óhætt að segja að hann hafi talað vel um spítalann.

Sjá einnig: Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

„Spítalinn hér er frábær, starfsfólkið er frábært,“ sagði hann og bætti við að starfsfólkið væri afar umhyggjusamt í garð skjólstæðinga sína.

„Þau gefa sér tíma fyrir þig, það er hljótt hérna, það er hreint. Þetta er fullkomið og gerir nákvæmlega það sem það á að gera. Þetta er líklega besti staðurinn í heiminum til að lenda í svona slysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“