fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 12:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn landsþekkti fjölmiðlamaður Egill Helgason veltir fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvort það þyrfti ekki að vera lexía fyrir Íslendinga að leggja minni áherslu á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og segir að margt sé að gerast í íslensku tónlistarlífi sem sé framar þeirri tónlist sem keppnin bjóði upp á. Þessar hugleiðingar Egils fylgja í kjölfar þess að mikið gekk á í íslensku undankeppninni og í aðdraganda keppninnar ekki síst vegna þátttöku Ísrael og þegar í keppnina sjálfa í Malmö var komið voru róstur ekki síður minni.

Egill skrifar:

„Mætti ekki vera lexía fyrir Íslendinga að eyða ekki svona miklu púðri í Evróvisjón? Það er svo margt að gerast hérna í músíkinni sem er þessu svo miklu fremra. Nefni sem dæmi að GDRN fyllti Hörpu sama kvöld og keppnin var.“

Egill minnist einnig í færslunni á svokallað Jazzþorp sem fram fór í Garðabæ um helgina en það er árleg jazzhátíð á vegum menningar og safnanefndar Garðabæjar.

Í framhaldi af hugleiðingum Egils má velta því fyrir sér hvort að komið sé að tímamótum í tæplega 40 ára löngu ástarsambandi íslensku þjóðarinnar við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Áhorf og áhugi á keppninni í ár virðist hafa verið mun minni meðal Íslendinga en oftast áður. Ástæðan er einkum sögð vera þátttaka Ísrael í keppninni en eins og flestir vita var uppi hávær krafa um að Ísland tæki ekki þátt en þegar sú krafa náði ekki fram að ganga tilkynntu margir að þeir hyggðust hunsa keppnina. Einnig var greint frá því að aldrei þessu vant hefði RÚV gengið illa að selja auglýsingar til að birta á meðan keppninni stóð um helgina. Þar með var keppnin sem margir Íslendingar hafa elskað, ekki allir þó, komin með neikvæðan stimpil á sig sem mörg fyrirtæki vildu forðast að tengja sig við.

Í Malmö gekk síðan mikið á, meðal annars var þátttöku Ísraels mótmælt hástöfum og Hollandi var vísað úr keppni.

Hvort samband íslensku þjóðarinnar við keppnina, sem hefur verið svo stór hluti af íslenskri menningu síðan 1986, hefur tekið varanlegum breytingum getur hins vegar tíminn einn leitt í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta