fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. maí 2024 11:00

Joost Klein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvaranum Joost Klein, fulltrúa Hollands, hefur verið meinuð þátttaka í úrslitakvöldi Eurovision 2024 sem fram fer í Malmö í kvöld. Klein er grunaður um alvarlegar hótanir í garð starfsmanns keppninnar og hefur verið yfirheyrður af lögreglu vegna málsins. Umræddur starfsmaður er kvenkyns og starfar við útsendingu keppninnar.

Rannsókn málsins hefur verið í fullum gangi og er haft eftir fulltrúa sænsku lögreglunnar að það verði sent til ákæruvalds þar í landi.

Klein hefur ekki fengið að taka þátt í æfingum síðustu daga vegna málsins og nú hefur honum verið formlega sparkað úr keppninni.

Hér má hlýða á framlag Hollands í ár sem mun ekki hljóma í lokakeppninni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis