fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Árás Biden á Trump missti marks þegar hann ruglaðist á löndum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. maí 2024 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er orðinn þekktur fyrir ýmis konar mismæli og rugling sem er vatn á millu andstæðinga hans. Í gær hélt Biden innblásna ræðu á opnum kosningafundi í Kaliforníu þar sem hann hjólaði í Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og verðandi keppinaut í næstu kosningum, fyrir náin tengsl hans við ýmsa einræðisherra. Árásin missti þó marks því Biden ruglaðist og sagði að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, væri frá Suður-Kóreu.

„Við munum aldrei gleyma ástarbréfum hans til forseta Suður-Kóreu, Kim Jong-un, og aðdáun hans á Pútín – þvílíkur leiðtogi sem Pútín er,“ sagði Biden í ræðunni og eflaust ranghvolfdu aðstoðarmenn hans augunum baksviðs.

Mistökin þykja vandræðaleg því ekki er ár liðið síðan að Yoon Suk Yeol, forseti Suður Kóreu, kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og borðaði með Biden í Hvíta húsinu. Þá hittust forsetarnir einnig á fundi í Camp David í ágúst síðastliðnum.

Þá hefur Biden áður ruglast á nafni Yoon. Í heimsókn sinni til Suður-Kóreu árið 2022 ávarpaði Biden kollega sinn sem „Moon forseta“ sem var þó aðeins skiljanlegra í ljósi þess að forveri Yoon í embætti var Moon Jae-in.

Spjallaði við dauða leiðtoga

Í febrúar urðu þó enn vandræðalegri uppákomur þegar Biden sagðist hafa rætt við Helmut Kohl, fyrrum kanslara Þýskalands, um óeirðirnar í þinghúsinu í Washington árið 2021. Kohl lést nefnilega árið 2017 en síðar kom í ljós að Biden átti við Angelu Merkel, fyrrum kanslara.

Stuttu síðar sagðist Biden svo hafa rætt sama mál við Francois Mitterand, fyrrum forseta Frakklands. Mitterand lést árið 1996 en aftur kom í ljós að Biden hafði farið mannavillt og meint Emmanuel Macron, núverandi Frakklandsforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri