fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að eldgos brjótist út að nýju á næstu dögum.

Eldgosinu sem hófst við Sundhnjúka þann 16. mars síðastliðinn lauk í gær en það er skammt stórra högga á milli og margt sem bendir til þess að nýtt eldgos sé yfirvofandi.

Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær var bent á að kvikusöfnun héldi áfram undir Svartsengi og líkanreikningar gerðu ráð fyrir því að um 13 milljón rúmmetrar af kviku hefðu bæst við í kvikuhólfið frá því að eldgosið hófst 16. mars. Því verði að teljast líklegt að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina áður en langt um líður.

„Staðan er sú að við erum kom­in með jafn mikla kviku – eða jafn­vel meira – þarna und­ir eins og hef­ur verið í upp­hafi og fyr­ir þau gos sem hafa orðið. Þar af leiðandi verðum við að reikna með því að við fáum end­ur­tekn­ingu á þess­um at­b­urðum inn­an skamms tíma. Það er lík­legt að það ger­ist á næstu dög­um,“ seg­ir Magnús Tumi í Morgunblaðinu í dag.

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan. Við fáum kannski svipaða byrj­un og í fyrri gos­un­um,“ bætir hann við.

Magnús Tumi – eins og Þorvaldur Þórðarson sem Morgunblaðið ræðir einnig við – telur líklegt að gosið komi upp á svipuðum slóðum og áður.

„Ástæðan fyr­ir því er að jarðskorp­an er aðal­veik­leik­inn. Þar er gang­ur bú­inn að brjót­ast hvað eft­ir annað inn á nokk­urra vikna milli­bili og þar með er jarðskorp­an mjög veik og lang­minnsta fyr­ir­staðan gegn því að kvika brjót­ist upp. Þetta er heitt og veikt þannig að þetta er aðal­veik­leik­inn,“ seg­ir Magnús Tumi við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“