fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. maí 2024 10:30

Inga er fokill út af málinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er æf yfir meintu dýraníðsmáli sem fengið hefur að viðgangast í Borgarfirði í áraraðir. Sakar hún Matvælastofnun um aðgerðarleysi og segist ætla að leggja stofnunina niður komist hún til valda.

„Ljótu andskotans aumingjarnir sem fá BORGAÐ fyrir að vernda dýrin gegn svona viðbjóðslegu dýraniði,“ segir Inga á samfélagsmiðlum í gær. Beitti hún reiði sinni bæði að Matvælastofnun og eigendum dýranna.

„Það skal vera sett i forgang hjá mér að leggja þetta MAST batterí niður i þeim aumingjaskap sem þau hafa tileinkað sér. Svona pakk sem á þessi dýr á lögum samkvæmt ALDREI að fá að halda nokkurt dýr,“ segir Inga.

Illa hirt og horað sauðfé

Um er að ræða mál á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði, sem dýrverndunarsinninn og organistinn Steinunn Árnadóttir hefur vakið athygli á um langt skeið.

Hefur Steinunn birt myndir af særðu, illa hirtu og vannærðu sauðfé af bænum og hvatt til aðgerða fyrir dýrin. Hefur hún sagt húsakostinn of þröngan fyrir kindurnar og eigendurna of fullorðna til að geta sinnt búskapnum. Kindurnar fái ekki hey og ráfi eftirlitslaust um sveitina.

Málið byrjaði fyrir um fimmtán árum síðan og hefur margsinnis verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Engu að síður virðist lítið gerast.

Skömmin sé eftirlitsaðila

Í færslu í gær biðlaði Steinunn til fólks að láta starfsmenn Matvælastofnunar vita af málinu, það er Þorvald Þórðarson yfirdýralækni, Ellen Ingimundardóttur héraðsdýralækni svæðisins og Hrönn Jörundsdóttur forstjóra. Einnig að fólk gæti beint ábendingum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.

„Engin orð geta lýst þessum hryllingi: Lamb fast í gaddavír. Nýborin kind við veginn. Horaðar kindur og enn horaðri. Lömb í kryppu af kulda. Lömb með heiftarlega skitu. Lamb stíflað um endaþarm, lifir ekki af þann hrylling. Móðir yfir dauðu lambi sínu. Ég reyndi að taka live videó af því þar sem hún var að reyna að leggjast upp við lambið sitt. Er hægt að misbjóða skepnum meira?“ segir Steinunn.

Steinunn beinir hins vegar ekki spjótum sínum að eigendunum heldur eftirlitsaðilunum.

„Athuga skal: eigendur þessara skepna eru alvarlega veikir. Það er eftirlitsins að bregðast við: Búfjáreftirlit og Matvælastofnun. Þeir aðilar eiga skömmina!“ segir Steinunn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti