fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. maí 2024 13:46

Tómas Ingvason. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanginn sem lést Litla-Hrauni um helgina hét Ingvi Hrafn Tómasson og var tæplega 32 ára gamall. Faðir hans, Tómas Ingvason, er sem vænta má harmi sleginn yfir fráfalli sonar síns, en hann staðfestir að Ingvi Hrafn tók eigið líf eftir að hafa grátbeðið um hjálp í aðdraganda þessa sorglega atviks. Tómas segir að mörgum alvarlegum spurningum sé ósvarað og vill að mál sonar hans verið opnað upp á gátt.

Ingvi Hrafn hafði afplánað drjúgan hluta af fangesisrefsingu sinni og var kominn í opið úrræði á áfangaheimili Verndar. En hann var síðan handtekinn vegna kæru og stungið inn á Litla-Hraun.

„Sérsveitin handtók hann inni á Vernd fyrir vegna kæru fyrir alvarlegt brot. En nú vil ég fá að vita hvaða sönnunargagna hafði verið aflað, voru forsendur fyrir þessum harkalegu aðgerðum? Ég veit að þessi handtaka var honum mikið áfall. Þetta þurfum við að fá allt upp á borðið,“ segir Tómas í stuttu viðtali við DV.

Tómas greindi frá því í viðtali við Mannlíf í morgun að sonur hans hefði grátbeðið um hjálp en því hafi ekki verið sinnt og honum tjáð að hann fengi enga sálgæslu fyrr en á mánudaginn. Þá varð það orðið of seint. Páll Winkel sagði í svari við fyrirspurn Mannlífs að hann kannaðist ekki við þetta og að hjálparbeiðni Ingva Hrafns hefði ekki komið inn á hans borð.

„Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig. Hann hefur ekki gert það ennþá,“ segir Tómas. „Hann bað um hjálp en Páll Winkel mótmælir því, segist ekki hafa fengið það inn á sitt borð. Hann bað um hjálp á föstudagsnóttina og seint um laugardagskvöldið en hann átti ekki að fá neina hjálp fyrr en á mánudaginn, en það var of seint. Hann dó á laugardagsnóttina.“

Ingvi Hrafn er annar sonur Tómasar sem tekur líf sitt. „Bróðir hans dó fyrir sex árum og tók líf sitt á sama dánardegi. Þetta er út úr kortinu. Ég er búinn að missa tvo, þetta er bara skelfilegt en enn stend ég í lappirnar og ætla að berjast við kerfið. Ég tel að fangelsisyfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Það á ekki að neita fólki um hjálp þegar það þarf á henni að halda. Þarna fór eitthvað mikið úrskeiðis,“ segir Tómas.

Hann býr í Noregi en er væntanlegur til landsins. Hann er staðráðinn í því að fá sannleikann í dagsljósið um allt það sem varðar hörmulegan dauða sonar hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“