fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknarnir Einar Stefánsson og Gestur Pálsson skrifa athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir viðra áhyggjur sínar af áætlunum um stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns.

„Hjúkr­un­ar­heim­ilið Sól­tún í Reykja­vík hef­ur verið starf­rækt í friðsælu um­hverfi und­an­far­in 22 ár. Í Sól­túni er friður og ró og gott að búa. Þar dvelja heila­bilaðar eig­in­kon­ur okk­ar koll­eg­anna og hafa notið góðrar aðhlynn­ing­ar og at­læt­is und­an­far­in miss­eri. Nú eru hins veg­ar blik­ur á lofti. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að byggja eigi við hjúkr­un­ar­heim­ilið, bæta 64 her­bergj­um við þau 92 sem fyr­ir eru, byggja nýja hæð ofan á húsið og lengja álm­ur. Aug­ljós­lega mun þurfa að rífa þakið af hús­inu og stál­grind­ur bruna­stig­anna í und­ir­bún­ingi fyr­ir fram­kvæmd­ir, sem eiga að hefjast í haust og standa í 24 mánuði.“

Í grein sinni segja Einar og Gestur að þetta eigi að gerast með íbúa hjúkrunarheimilisins í húsinu.

„Bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um fylg­ir hávaði og rask. Flest­ir kann­ast við óþæg­indi af húsaviðgerðum og fæst­ir leggja á sig að búa eða vinna í húsi sem er í bygg­ingu eða meiri­hátt­ar viðgerðum,“ segja þeir kollegar og benda á að heila­bilaðir sjúk­ling­ar séu sér­stak­lega næm­ir fyr­ir hávaða og ónæði, meðal annars vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyr­ir or­sök­um og venj­ast ekki áreiti vegna minn­is­leys­is.

„Okk­ar heila­biluðu ást­vin­ir og aðrir íbú­ar í Sól­túni munu enga björg sér geta veitt. Þau munu ekki skilja ástæður skarkalans og ann­ars umróts, held­ur upp­lifa það sem nýja ógn og óþæg­indi á hverj­um degi. Þau kom­ast ekki und­an, enda bund­in við hjóla­stól og al­ger­lega upp á aðstoð starfs­fólks­ins kom­in við all­ar at­hafn­ir daglegs lífs. Kvíði, hræðsla og skelf­ing munu verða eins og mar­tröð mánuðum og miss­er­um sam­an og flest­ir sjúk­ling­anna munu eiga sín­ar síðustu stund­ir við þess­ar aðstæður. Lífs­lík­ur sjúk­linga sem leggj­ast inn á hjúkr­un­ar­heim­ili eru að meðaltali um tvö ár, sem er sama og áætlaður fram­kvæmda­tími.“

Í grein sinni segja Einar og Gestur að þetta sé í hróp­andi mót­sögn við yf­ir­lýst gildi Sól­túns, en þau kveði meðal annars á um virðingu fyr­ir einka­lífi íbúa og að komið sé fram við íbúa af skiln­ingi og nær­gætni. Einnig að lagður sé grunn­ur að and­legri vellíðan og haldið í gleðina í dag­legu lífi.

„Það gef­ur auga­leið að ekki verður mögu­legt fyr­ir starfs­fólk Sól­túns að fylgja þess­um gild­um meðan á fram­kvæmd­um stend­ur. Óhætt er að full­yrða að fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir í Sól­túni eru ekki í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar um umönn­un og meðferð heila­bilaðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund