fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Miklar breytingar gerðar á skriflega bílprófinu – Gert rafrænt og spurningum breytt

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. maí 2024 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu vikum verður skriflega bílprófinu sem flestir taka gjörbreytt. Bæði verður það gert rafrænt og framsetningu spurninganna verður breytt til muna.

„Við erum að uppfæra prófið til nútímans. Við erum að rafvæða prófið og því fylgir margvíslegur ávinningur. Um leið erum við að breyta þessari framsetningu á spurningum til þess að gera spurningarnar aðgengilegri og fólk flaski ekki á spurningum uppsetningarinnar vegna,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.

Rétt eða rangt

Um er að ræða skriflega hluta hina almenna bílprófs, sem veitir svokölluð B-réttindi. En það er bílprófið sem flestir, 17 ára og eldri, taka.

Prófið mun verða ein heild en ekki skipt upp í tvo hluta eins og verið hefur áratugum saman. Þá verður framsetningunni breytt. Það er að í stað spurninga með nokkrum svarmöguleikum koma spurningar þar sem settar eru fram fullyrðingar og próftakinn á að svara hvort þær séu réttar eða rangar.

Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu.

„Það eru samt samt sem áður gerðar sömu kröfur til próftaka og verið hefur,“ segir Þórhildur. „Við viljum að próftakar séu vel undirbúnir og að fólk geti ekki slysast í gegnum prófið. Það að undirbúa nýja ökumenn er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera í þágu umferðaröryggis.“

Vinnusparnaður

Þá mun breytingin fela í sér vinnusparnað fyrir þá sem fara yfir og sjá um prófin. Einnig verður auðveldara að sjá hvort einhverjar spurningar reynast sérstaklega illa, það er að óvenjulega margir flaski á þeim.

Ekki er komið alveg á hreint hvenær breytingin tekur gildi. Að sögn Þórhildar verður það á næstum vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur