fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 3. maí 2024 11:01

Björn Ingi Hrafnsson - Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufélag Viljans, sem var á bak við rekstur samnefnds fjölmiðils, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í morgun en í henni kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi kveðið upp úrskurðinn þann 24. apríl síðastliðinn og var hæstaréttarlögmaðurinn Steinunn Guðbjartsdóttir skipuð skiptastjóri.

Skráðir eigendur fyrirtækisins eru Hrafn Björnsson og Björk Gunnarsdóttir, foreldrar fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra og ábyrgðarmanns miðilsins. Sú breyting hefur á að í dag er Björn Ingi sjálfur skráður sem eigandi miðilsins samkvæmt Fjölmiðlanefnd. Í samtali við DV sagðist Björn Ingi ekki vilja tjá sig um málið annað en það að Viljinn myndi halda stínu striki.

Tapaði öllum sínum eignum á Pressuævintýrinu

Björn Ingi stofnaði Viljann í nóvember árið 2018 í kjölfar gjaldþrots Pressusamstæðunnar í desember 2017 sem átti meðal annars DV um tíma. Gaf Björn Ingi það út að Viljinn yrði nútímalegur og borgaralega sinnaður vefmiðill. Vakti framgang hans á upplýsingafundum almannvarna í Covid-faraldrinum verulega athygli og kom það Viljanum á kortið. Ben Viljinn virðist halda sínu striki en síðasta frétt, sem fjallaði um forsetakosningarnar, birtist í gær, fimmtudaginn 2. maí.

Þá var greint frá því í októberlok 2022 að skiptum væri lokið í persónulegu gjaldþroti Björns Inga og voru lýstar kröfur í búið 287 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í þær kröfur. Björn Ingi sendi frá sér tilkynningu þegar gjaldþrotið var auglýst og sagði það tengjast fjölmiðlarekstri Pressusamstæðunnar

„Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifaði hann í téðri færslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum