fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 17:27

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur yfir Inga Val Davíðssyni fyrir að hafa haustið 2021 nauðgað 16 ára stúlku með því að hafa við hana samræði án hennar samþykkis var þyngdur í Landsrétti fyrr í dag en Ingi Valur hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að dómur yfir Inga Val yrði þyngdur.

Í dómnum segir að Ingi Valur hafi verið 37 ára þegar nauðgunin átti sér stað á heimili hans. Hann hafi verið náinn vinur stjúpföður stúlkunnar og verið tíður gestur á heimili fjölskyldunnar og þekkt stúlkuna frá því að hún var lítið barn. Honum hafi vel mátt vera ljóst að hann hefði yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni. Því hafi honum borið að fá skýrt samþykki frá henni um að hún væri tilbúinn til að stunda kynlíf með honum.

Ingi Valur endurtók það fyrir Landsrétti sem hann hafði haldið fram fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði gefið það skýrt til kynna að hana hafi langað til að sofa hjá honum.

Stúlkan sagði fyrir Landsrétti að hún hafi ítrekað sagt nei við Inga og komið því skýrt á framfæri við hann að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum. Hún hafi reynt að öskra en ekki komið upp orði og frosið þegar hann dró niður um hana buxurnar og kom fram vilja sínum. Nauðgunin átti sér stað að nóttu til en stúlkan var í samskiptum við Inga fyrr um kvöldið á skemmtistað sem hún starfaði á.

Stöðugur framburður stúlkunnar

Það er niðurstaða Landsréttar að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur frá upphafi málsins og hún verið sjálfri sér samkvæm. Um framburð Inga Vals segir í dómnum að hann sé ótrúverðugur en engin vitni hafi staðfest fullyrðingar hans um að stúlkan hafi verið utan í honum fyrr um kvöldið og að þau hafi bæði verið að drekka áfengi. Ingi Valur hafi einnig breytt upphaflegum framburði sínum hjá lögreglu um að hann hafi ekki sérstaklega spurt stúlkuna hvort þau ættu að sofa saman. Upphaflega hafi hann sagt svo ekki hafa verið en síðan sagt að hann hafi spurt hana sérstaklega að því.

Í ljósi þessa lagði Landsréttur framburð stúlkunnar til grundvallar sakfellingar Inga Vals.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Ingi Valur hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi en á móti tók Landsréttur mið af því að stúlkan var 16 ára þegar nauðgunin átti sér. Í ljósi alvarleika brotsins var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og því þyngdi Landsréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra um hálft ár.

Dóminn í heild er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti