Framboð Viktors Traustasonar til forseta Íslands hefur verið úrskurðað gilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn sem hafði áður úrskurðað framboðið ógilt en Viktor áfrýjaði þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndar kosningamála sem komst að þeirri niðurstöðu að veita bæri honum frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum. Ljóst er því að endanlegur fjöldi frambjóðenda í forsetakosningunum 1. júní er tólf.
Tilkynning Landskjörstjórnar er svohljóðandi:
„Landskjörstjórn kom saman klukkan 16:00 í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs Viktors Traustasonar. Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag.
Landskjörstjórn hefur á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á Ísland.is.
Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt.
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní.“
Meðan tilkynningunni er síðan birtur listi yfir frambjóðendur: