Viktor Traustason forsetaframbjóðandi hefur sent frá sér tilkynningu um að Úrskurðarnefnd kosningamála hafi fellt úr gildi úrskurð Landskjörstjórnar um að framboð hans sé ógilt.
Viktor segir að Landskjörstjórn hafi brotið jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með því að mismuna frambjóðendum við veitingar á frestum til að leiðrétta og/eða gera úrbætur á meðmælalistum.
Rafræn undirskriftasöfnun meðmæla með framboði hans, á Ísland.is, sé því opin til klukkan 15 á morgun, fimmtudaginn 2. maí.
Viktor segir að lokum í tilkynningunni að hans helsta stefnumál og slagorð sé: „Enga þingmenn sem ráðherra.“