fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 14:20

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis, Skúli Magnússon, hefur sent Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra bréf þar sem óskað er skýringa á notkun lögreglunnar á einkennismerkjum. Í bréfinu er sú notkun sögð ekki vera í samræmi við reglugerð um einkennismerki lögreglunnar. Einnig er spurt út í tiltekið einkennismerki sérsveitar ríkislögreglustjóra og það sagt eiga sér enga stoð í reglum.

Í bréfinu segir í upphafi að athygli umboðsmanns hafi verið vakin á því lögregluembætti hefðu í notkun lögreglumerki sem ekki væru i samræmi við reglugerð um einkenni og merki lögreglunnar. Einkum væri um að ræða stjörnu sem birtist meðal annars á vefsíðu lögreglunnar, á samfélagsmiðlum lögregluembætta, í skýrslum embættis ríkislögreglustjóra og merktum lögreglubílum. Þá hafi athygli umboðsmanns einnig verið vakin á því að lögreglumenn í sérsveitinni sinni skyldustörfum í einkennisfatnaði sem auðkenndur sé með lögreglumerkjum sem ekki eigi sér stoð í reglum þar um.

Merkið umdeilda/Skjáskot logreglan.is

Í bréfinu er ákvæðum reglugerðar um einkennismerki lögreglunnar lýst ítarlega. Samkvæmt reglugerðinni séu lögreglumerki skilgreind sem sjö ólík merki en meðal þeirra sé íslenska lögreglumerkið og borði sem letrað sé á „Lögreglan“ eða „Police“. Borðarnir eigi að vera með gulu letri á svörtum fleti. Í bréfinu segir að samkvæmt reglugerðinni sé íslenska lögreglumerkið gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni, skuli vera áletrunin ,,MED LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Sú áletrun skuli afmökuð með tveimur upphleyptum hringjum og frá ytri hringnum liggi 54 teinar með jöfnu millibili og að jaðri stjörnunnar.

Ljóst virðist að hið umdeilda merki sem lögreglan hefur notað sé ekki fyllilega í samræmi við þessi ákvæði reglugerðarinnar en í bréfi umboðsmanns Alþingis til ríkislögreglustjóra segir að merkið virðist ekki vera meðal þeirra sjö merkja sem teljast lögreglumerki samkvæmt reglugerðinni.

Grá merking sérsveitarinnar standist ekki

Í bréfinu er eins og áður sagði einnig gerð athugasemd við merki sérsveitar ríkislögreglustjóra og það sagt ekki samræmast ákvæðum áðurnefndrar reglugerðar og heldur ekki ákvæðum reglugerðar um notkun einkennismerkja lögreglunnar.

Um merki sérsveitarinnar segir í bréfinu að á ljósmyndum í fjölmiðlum megi sjá að meðlimir sveitarinnar séu merktir með grárri lögreglustjörnu á ermum einkennisfatnaðar. Í sama lit hafi verið notaðir borðar með áletruninni ,,LÖGREGLAN“ og ,,POLICE“ en það sé ekki í samræmi við ákvæði fyrrnefndu reglugerðarinnar um gula áletrun á svörtum fleti. Einnig séu dæmi þess að á einkennisfatnaði sérsveitarmanna sé merki, sem sé ekki að finna í umræddum reglugerðum, en því megi lýsa sem ávölu merki með útlínur Íslands i miðjunni en út frá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir.

 

Grá lögreglustjarna, sem samkvæmt umboðsmanni Alþingis á að vera gul og svört, á einkennisbúningi sérsveitarmanns. Mynd: Anton Brink

Segir í bréfi umboðsmanns til ríkislögreglustjóra að ljóst sé að ákvæði reglugerðar um einkennismerki lögreglunnar og reglugerðar um notkun á einkennismerkjunum séu ítarlegar og það sé ekki síst til að almenningur geti áttað sig á því hverjir fari með lögregluvald.

Í lok bréfsins beinir umboðsmaður Alþingis 6 spurningum til ríkislögreglustjóra. Meðal þess sem óskað er svara við er hvenær ákveðið var að gera þær breytingar á lögreglumerkjum sem málið snýst um. Einnig er spurt hvor ríkislögreglustjóri hafi beint einhverjum fyrirmælum til lögregluembætta landsins um að nota breytt lögreglumerki. Umboðsmaður óskar einnig svara við því hvort ríkislögreglustjóri telji þessa merkjanotkun samræmast umræddum reglugerðum og ef svo sé að færð verði fyrir því rök.

Umboðsmaður óskar eftir svörum frá ríkislögreglustjóra í síðasta lagi 16. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“