fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. apríl 2024 11:00

Svona lítur síðan út núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lögreglan tók þátt í aðgerð með bandarísku lögreglunni, portúgölsku lögreglunni og Europol í að stöðva umsvifamikla svikastarfsemi með rafmyntir. Síða svikaranna, sem var hýst hér á landi, var tekin niður.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur gefið út ákæru á hendur tveimur einstaklingum, Keonne Rodriguez og William Lonergan Hill, stofnendum rafmyntafyrirtækisins Samourai. Eru þeir sakaðir um að þvætta um 100 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúma 14 milljarða íslenskra króna, í gegnum síðuna.

Um er að ræða svokallaðan „rafmynta-blandara“ (crypto mixer), en slíkir blandarar hafa aðeins einn tilgang, að fela slóð viðskipta og gera lögreglu og skattayfirvöldum í hverju landi erfiðara fyrir.

2 milljarðar dollara farið í gegn

Ákæran gegn Rodriguez og Hill var gefin út á miðvikudag. Er aðgerðin hluti af stefnu bandarískra stjórnvalda að taka niður þessa starfsemi, sem nýtist bæði glæpasamtökum, hryðjuverkasamtökum og ýmsum erlendum ríkjum sem myndu vilja skaða landið.

Í yfirlýsingu FBI segir að Samourai blandarinn hafi verið notaður til þess að þvætta meira en 100 milljónir dollara. Færslunar hafi komið frá ýmsum síðum á hinum svokallaða „myrkravef“ (Dark web). En það er sá hluti internetsins sem ekki er hægt að vafra um nema með sérstökum vöfrum og er yfirleitt notaður til þess að hýsa ólöglega starfsemi á borð við fíkniefnasölu, vopnasölu og mansal.

Frá árinu 2015 hafa um 2 milljarðar Bandaríkjadollara, eða 280 milljarðar íslenskra króna, farið í gegnum Samourai blandarann. Rodriguez og Hill hafa innheimt 4,5 milljónir dollara í gjöld fyrir sína þjónustu. Gætu þeir átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm verði þeir fundnir sekir.

Aðgerðir í þremur löndum

Eins og áður segir var Samourai síðan hýst á Íslandi. Er þetta eitt af fjölmörgum dæmum sem DV og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um þar sem ólögleg eða ósiðleg starfsemi nýtur skálkaskjóls á Íslandi. Meðal annars hafa ýmsar fjársvikasíður, nasistasíður og hryðjuverkasíður verið skráðar á Íslandi. Þekktasta dæmið vitaskuld þegar upp komst að síða íslömsku hryðjuverkasamtakanna ISIS væri hýst á Klapparstígnum.

Sjá einnig:

Netglæpamenn földu slóð sína á Íslandi – Vildu helminginn fyrir fram

Rodriguez, sem er 35 ára, var handtekinn á miðvikudag í Pennsylvaníu fylki í Bandaríkjunum. Hill, sem er 65 ára, var á sama tíma handtekinn í Portúgal. Íslenska lögreglan tók niður vefsíðu Samourai og setti upp tilkynningu um aðgerðina í staðinn fyrir hana. Þá var einnig gefin út skipun á að loka Samourai appinu hjá Google Play Store, en um 100 þúsund manns hafa hlaðið því niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“