fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. apríl 2024 16:00

Skólameistarinn fyrrverandi er ósáttur við að mulið sé undan einokun ÁTVR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Birkir Þorkelsson, fyrrverandi skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík og dyggur Framsóknarmaður, gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir það sem hann lýsir sem atlögu að ÁTVR. Segir hann Framsóknarflokkinn styðja forvarnir gegn áfengisneyslu.

„Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr,“ segir Guðmundur Birkir í aðsendri grein á Vísi í dag.

Segir hann að á nýliðnu flokksþingi Framsóknarflokksins hefði verið ályktað um sjóðheitt mál sem legið hefði eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það er varðandi ÁTVR og ólöglega netsölu.

„Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR,“ segir Guðmundur Birkir og á við að upp hafi fengið að spretta netverslanir með áfengi. Þetta eru til dæmis Costco, Sante Wines, Heimkaup, Bjórland og fleiri verslanir.

Aðgerðarlausir ráðherrar

Ályktaði flokksþingið að Framsókn vildi halda einkasölu ríkisins á áfengi í gegnum ÁTVR. Einnig að flokkurinn leggist gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi. Undir væru mikilvæg lýðheilsusjónarmið.

„Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg,“ segir Guðmundur Birkir. „Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis.“

Spyr hann hvers vegna þetta sé ekki stoppað og af hverju ráðherrar sitja aðgerðarlausir árum saman í málinu. Svarið sé fólgið í því að Sjálfstæðismenn vilji mylja undan einkasölu ríkisins og gefa verslun með áfengi frjálsa. Framsóknarflokkurinn sé þessu ósammála, sem og forvarnarsamtök á Íslandi.

„Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi?“ spyr Guðmundur Birkir.

Má ekki gerast

Að lokum nefnir hann að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði sett af stað starfshóp til að semja um stefnu í áfengis og vímuvörnum.

Þá hafi forvarnaráætlun barna og ungmenna verið kynnt í borgarráði í mars. Samkvæmt bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra sé áhersla á lýðheilsu ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun.

Framsóknarmenn séu því að vinna dyggilega að forvörnum með góðum árangri.

„Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast,“ segir Guðmundur Birkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“