fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 14:30

Björn sveitarstjóri harmar það að slúðursögur um starfsmenn sveitarfélagsins hafi farið af stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljótar slúðursögur ganga um nokkra starfsmenn sveitarfélagsins Langanesbyggðar. Sveitarstjóri segist hafa gengið í málið, fundið upprunann og kveðið slúðursögurnar í kútinn.

„Það eru slúðursögur sem ganga um ákveðna starfsmenn. Sem gamall blaðamaður á RÚV tók það mig ekki langan tíma að átta mig á að þær áttu sér enga stoð í veruleikanum,“ segir Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.

Upplýsti starfsmennina um slúðrið

Björn tók málið fyrir á fundi sveitarstjórnar fyrir viku síðan, miðvikudaginn 17. apríl. Þar sagði hann harðvítugar deilur fara eins og eldur í sinu um þetta litla sveitarfélag, sem telur um 540 sálir.

Hann hafi búið á Langanesi í þrjú og hálft ár og fái því aðeins takmarkaða mynd af stöðunni. Þegar honum hafi borist sögusagnirnar til eyrna hafi hann þó brugðist við. Sagði hann að þetta eitraða andrúmsloft skaði alla íbúana af því að því fylgi slæmt orðspor. Orðspor sé það dýrmætasta sem hver manneskja, fyrirtæki eða stofnanir eiga.

Aðspurður um af hvers kyns toga þessar sögusagnir um starfsmennina eru segir Björn að þær snúist ekki um misgjörðir þeirra í starfi.

„Þetta snerist um að fólk væri að sýna af sér ósæmilega hegðun utan starfa,“ segir hann. „Ég ræddi við viðkomandi starfsmenn og sagði þeim að þessar sögur væru í gangi. Síðan kannaði ég sannleiksgildi þeirra. Ef maður nær í einn spotta getur maður rakið sig upp. Ég komst að því að það væri ekki fótur fyrir því og bað fólk að fara varlega í að tala á þessum nótum.“

Deilur um stjórnarkjör

Að sögn Björns tengjast þessar slúðursögur hörðum deilum í björgunarsveitinni Hafliða. Fjallað var um deilurnar í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði en þær tengjast stjórnarkjöri sveitarinnar 22. febrúar.

Segir að núverandi stjórn hafi verið kjörin án mótframboðs en ekki hafi allir verið sáttir við samsetningu stjórnarinnar. Þurfti að ræða það mál sérstaklega á fundi 14. mars. Kom fram gagnrýni á það hvernig stjórnin hafi staðið að sínu framboði, sem og að stjórnarmenn væru allir í öðrum útkallshópum. Svo sem á sjúkrabíl eða slökkviliði.

Greint var frá því að undan þessu umtali hafi stjórnarmönnum sviðið. Meðal annars að formaðurinn, Þorsteinn Ægir Egilsson, hefði á pólitískan hátt tekið sveitina yfir. Í Langanesbyggð eru tveir listar, H-listi Betri byggðar og L-listi Framtíðarlistans. Þorsteinn og félagar eru tengdir hinum síðarnefnda lista.

Telur málið leyst

Björn segist vera alinn upp á Akranesi og man eftir að slúðursögur hafi líka grasserað þar. Hann telur að þetta mál sé leyst.

„Þetta er leyst,“ segir Björn. „Ég hef ekki heyrt neitt annað og þeir sem málið snertir hafa ábyggilega tekið það til sín.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fréttir
Í gær

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar