fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 16:00

Drengurinn var með hníf á sér og gat ógnað Gunnari til þess að komast út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Gunnar Magnússon hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða dreng. Fróaði hann drengnum og lét drenginn fróa sér auk þess að láta drenginn hafa við sig munnmök.

Drengurinn komst út úr íbúð Gunnars eftir að hafa tekið upp hníf og hótað honum.

Töluðu saman í margar vikur

Lögreglan var kölluð út um ellefuleytið fimmtudagskvöldið 19. ágúst árið 2021 vegna ungs drengs sem hafði verið lokkaður upp í bíl hjá karlmanni. Sagðist drengurinn hafa verið í samskiptum á netinu við manninn og þeir mælt sér mót með SMS skilaboðum.

Tælingin hófst á síðu sem heitir Fuckbugmobile.com en síðan fóru samskiptin yfir á textaskilaboð. Töluðust þeir saman í nokkrar vikur. Drengurinn hafi ætlað að „fokka í“ manninum en fraus hins vegar þegar hann kom til að sækja hann.

Káf á rauðu ljósi

Sagðist drengurinn hafa sest inn í bílinn en ekki munað mikið eftir ökuferðinni þar sem hann hafi verið í svo miklu uppnámi. Maðurinn hafi káfað á honum strax þegar þeir stöðvuðu á rauðu ljósi.

Síðan hafi hann farið með hann í íbúð fjölbýlishúss og maðurinn byrjað að afklæða sig en þá tók drengurinn upp hníf, hótað honum, farið út úr íbúðinni og hringt á lögreglu.

Lögregla fann manninn ekki í íbúðinni en náði að rekja númerið og finna bílinn. Ökumaðurinn var hinn ákærði í málinu, Gunnar Magnússon. Var hann handtekinn og færður í fangageymslu.

Erfitt að segja frá

Í skýrslutöku í viðurvist barnaverndarfulltrúa fékkst loks upp úr drengnum hvað hafði komið fyrir. En hann gat skrifað það niður í símann sinn.

Það er að Gunnar hafi girt niður um hann og komið við kynfærin hans. Einnig að hann hefði fróað Gunnari eftir að Gunnar hafði sagt honum að gera það.

„Brotaþoli kvaðst hafa verið frosinn og aðspurður af lögreglu  hvort ákærði hefði sagt brotaþola að totta sig játaði brotaþoli  því,“ segir í dóminum.

Sagði hann að hvorugur þeirr hefði fengið fullnægingu.

Dró upp kuta

Inni hjá Gunnari hafi Gunnar verið ber að ofan og spurt drenginn hvort hann hefði kysst annan mann. Drengurinn neitaði því og þá byrjaði Gunnar að eiga við beltissylgjuna sína.

Á þeim tímapunkti dró drengurinn upp kutann. Hann sagði Gunnari að setjast í sófann en því var ekki hlýtt. Hann flýtti sér að hurðinni sem Gunnar hafði læst en Gunnar fór á eftir og tók í drenginn sem náði hins vegar að komast út.

Fyrir utan íbúðina sá drengurinn Gunnar koma út og hélt að hann væri að elta sig. Hann átti ekki fyrir strætómiða og hringdi því á lögregluna.

Dofinn og fjarrænn

Í skýrslunni segir að drengurinn hafi meðal annars verið dofinn, fjarrænn, óttasleginn, ekki þolað snertingu, með vöðvaspennu, öran hjartslátt en jafn framt í tilfinningalegu jafnvægi og yfirvegaður. Hann hafi átt erfitt með að segja frá því sem gerðist en hafi gert það í góðu samhengi, verið skýr og vel vakandi.

Sagðist hafa talið drenginn 18 ára

Í skýrslutöku sagðist Gunnar hafa talið sig vera að tala við 18 ára mann sem hafi viljað hitta sig og prófa að vera með karlmanni. Hann hafi verið með sóttvarnargrímu og hann því ekki séð framan í hann. Gunnar hafi fyrst séð andlitið þegar hann tók niður grímuna en upp hnífinn. Sagði hann ekkert kynferðislegt hafa gerst á milli þeirra.

Aðspurður um hvers vegna DNA úr drengnum hafi fundist í nærbuxum Gunnars svaraði hann því á þá leið að eitthvert DNA hlyti að hafa komið þegar hann tók grímu drengsins upp og fór síðan á klósettið þegar hann var farinn.

Ósamræmi í framburði

Í niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness segir að ekki hafi verið hægt að álykta að drengurinn væri orðinn 18 ára út frá textaskilaboðunum sem fóru fram á milli þeirra. Gunnar hafi mátt gera sér grein fyrir að um ólögráða einstakling væri að ræða.

Framburður drengsins var talinn skýr og stöðugur en innbyrðis ósamræmi hafi komið fram í framburði Gunnars. Var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um fyrrgreinda háttsemi.

Var hann dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar, Apple iPhone sími hans var gerður upptækur og honum gert að greiða drengnum eina milljón króna í miskabætur. Auk þess þarf Gunnar að greiða samtals rúmar 3 milljónir króna í lögfræði og málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“