fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þess vegna segj­um við Pírat­ar að það sé ekki hægt að vinna með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Spill­ing­ar­mál­in eru fyr­ir­sjá­an­leg,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni skrifar Björn um vantrauststillögu Pírata og Flokks fólksins á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem lögð var fram á dögunum en felld.

„Póli­tísk­um spek­úlönt­um hef­ur fund­ist þessi van­traust­stil­laga voðal­ega hallæris­leg þar sem það var aug­ljóst að eng­inn stjórn­arþingmaður myndi greiða at­kvæði með vantrauststillögunni. Þetta er skilj­an­leg túlk­un hjá þess­um blessuðu spek­úlönt­um sem hafa alla jafna bara pælt í gömlu póli­tík­inni. Þið vitið, klækj­a­brögðunum og út­úr­snún­ing­un­um,“ segir hann.

Björn bætir við að tilgangurinn með vantrauststillögunni hafi ekki verið að reyna að láta reyna á einhverja stjórnarþingmenn sem voru stóryrtir út í embættisverk fyrrverandi matvælaráðherra standa við stóru orðin með því að greiða atkvæði með vantrausti. Þvert á móti hafi tilgangurinn verið að fá stjórnarþingmenn til að staðfesta að þau treysta forsætisráðherra.

„Hér þarf að hafa í huga að van­traustið er lagt fram ofan í und­ir­skrifta­söfn­un fólks sem vantreyst­ir for­sæt­is­ráðherr­an­um. Um 42 þúsund manns skrifuðu und­ir slíkt van­traust með ra­f­rænt auðkennd­um aðferðum – sem ég veit ekki hvort fólk átt­ar sig á hversu erfitt hef­ur verið að gera. Van­traust­stil­lag­an var því lögð fram sem tæki­færi fyr­ir stjórn­arþing­menn til að horfa í aug­un á kjós­end­um og segja, svo ég túlki þetta frjáls­lega: „Okk­ur er al­veg sama hversu mörg­um und­ir­skrift­um þið safnið, við treyst­um okk­ur sjálf­um til góðra verka sama hvað þið segið. Við treyst­um Bjarna Bene­dikts­syni svo mikið að við velj­um hann sem for­sæt­is­ráðherr­ann okk­ar.“

Björn segir að vissulega hefði verið áhugavert ef einhver stjórnarþingmaður hefði setið hjá eða greitt atkvæði með tillögunni en ekki hafi verið búist við því.

„Það var held­ur ekki til­gang­ur til­lög­unn­ar. Það þurfti ein­fald­lega að skrá það í sögu­bæk­urn­ar, í skjöl þings­ins sem verður hægt að vísa í um ald­ur og ævi, hverj­um þess­ir stjórn­arþing­menn treysta til verka. Fjár­málaráðherra sem var að segja af sér vegna hags­muna­árekstra þegar hann seldi föður sín­um hlut í rík­is­banka í lokuðu útboði og ut­an­rík­is­ráðherra sem réð fyrr­ver­andi aðstoðarmann sinn til fjöl­margra ára í stærsta embætti ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Og það eru bara verk und­an­far­inna mánaða. Listi spill­ing­ar­mála fyrri ára er mjög lang­ur,“ segir Björn Leví og bætir svo við:

„Þess vegna segj­um við Pírat­ar að það sé ekki hægt að vinna með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Spill­ing­ar­mál­in eru fyr­ir­sjá­an­leg. Spek­úl­ant­ar upp­nefna þessa af­stöðu okk­ar sem „upp­hlaup­spóli­tík“ eða „úti­lok­un­ar­póli­tík“ en frá okk­ar sjón­ar­horni er þetta ein­fald­lega ákvörðun byggð á gögn­um. Við úti­lok­um aldrei mál­efna­leg­ar umræður, auðvitað ekki. En það er ábyrgðar­hlut­verk að greiða spill­ing­unni leið í valda­stóla. Um það sner­ist van­traust­stil­lag­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!