fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðinlegt óhapp átti sér stað nú fyrir stundu við húsnæði Útlendingastofnunnar við Dalveg í Kópavogi þegar bifreið lenti í árekstri við bygginguna. Svo virðist sem að bílstjórinn, eldri kona, hafi fyrir mistök ýtt á bensíngjöf bifreiðinnar í stað bremsu og afleiðingarnar voru þær að bifreiðin klessti með miklu afli á bygginguna.

Talsverðar skemmdir urðu vegna slyssins. Rúða brotnaði og þá sprakk ofn sem gerði það að verkum að slökkviliðið var kallað á svæðið til að dæla burt heitu vatni sem seitlaði frá ofninum.

Lögreglan var fljót á vettvang enda hæg heimatökin, laganna verðir eru með skrifstofu í sama húsi.

Mbl.is greinir frá því að karlmaður sem sat við vinnu hafi slasast og verið fluttur á slysadeild en blessunarlega hafi meiðsli hans ekki verið alvarleg.

 

Frá slysstað við Dalveg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður