fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 18:30

Victoras birti myndband af sumarhúsinu sem hann var að vinna við. (Skjáskot).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháeskur maður, sem lést með dularfullum hætti á Kiðjabergi í Árnessýslu um síðustu helgi, hringdi í kærustuna sína skömmu fyrir andlát sitt og sagði henni að hann hefði fallið úr stiga og væri slasaður. Þetta staðhæfir besti vinur mannsins í samtali við DV.

Hinn látni hafði dvalist í þrjá mánuði hér á landi og starfaði hann við að leggja þök á sumarhús. Er lát hans bar að vann hann ásamt nokkrum löndum sínum að byggingu sumarhúss í Kiðjabergi.

Það var skömmu fyrir kl. 14 á laugardag sem lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um að maður væri meðvitundarlaus í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu. Var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komu viðbragðsaðila á vettvang. Fjórir litháeskir vinnufélagar mannsins voru handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveimur var sleppt í gær en tveir sitja hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. apríl.

DV náði sambandi við náinn vin hins látna, sá maður er einnig frá Litháen en býr í Noregi og starfar þar í byggingarvinnu. Sá maður er einnig í sambandi við kærustu hins látna í Litháen. Hann hefur eftir henni að hinn látni hafi hringt í hana  um hálfníuleytið á laugardagsmorguninn og sagst hafa fallið úr stiga og brotið rifbein. Hefur hann eftir henni að hinn látni hafi verið mjög drukkinn. – Eins og áður greinir frá kom lögregla á vettvang laust fyrir kl. 14 sama dag og þá var maðurinn látinn.

Segir hann ekki eiga lengur fjölskyldu í heimalandinu

Vinur hins látna segir hann vera fæddan árið 1987. Hann segir hann hafa verið nokkuð drykkfelldan en hann verið rólyndur og yfirvegaður að eðlisfari. „Hann var besti vinur minn og við vorum í sambandi næstum daglega þegar við bjuggum í Litháen og unnum saman,“ segir maðurinn. Hann segir að samband mannsins við kærustu hans hafi verið gott.

Aðspurður segir vinurinn að foreldrar mannsins í Litháen séu dánir og bróðir hans hafi látist í Belgíu fyrir þremur árum. Hann eigi fáa nána ættingja í heimalandinu en þó viti hann um einn frænda, en þekki þann mann ekki.

Að sögn viðmælanda DV fékk kærasta mannsins upplýsingar um lát hans frá lögreglu í Litháen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“