fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
FréttirPressan

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 22:00

Flak Titanic liggur á miklu dýpi Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasta sjóslys sögunnar er án efa þegar farþegaskipið Titanic fórst þann 15. apríl 1912. Hvert mannsbarn þekkir þessa sögu, ekki síst þökk sé Hollywood-myndinni frægu sem er ein vinsælasta kvikmynd sögunnar. Færri vita þó að 14 árum áður en slysið átti sér stað, árið 1898, kom út skáldsaga sem bar heitið „The Wreck of the Titan Or, Futility“ sem spáði fyrir slysinu fræga með nánast hrollvekjandi hætti.

Flest smáatriði pössuðu

Bókin var eftir fremur óþekktan bandarískan höfund, Morgan Robertson, en hún fjallar um farþegaskipið Titan sem var verkfræðiundur sem átti ekki að geta sokkið.

Í bókinni gerðist sá harmleikur samt og það með sama hætti og í raunveruleikanum. Farþegaskipið Titan lenti í árekstri við ísjaka í Norður-Atlantshafi og það að nóttu til í aprílmánuði.

Í skáldsögunni var ástæðan fyrir slysinu sú sama. Líkt og Titanic var hinu ímyndaða Titan skipi siglt of hratt og gatið, sem tortímdi skipinu, myndaðist á stjórnborða þess.

Þá var Titan í eigu skipafyrirtækis sem var aftur í eigu vellauðugs bandarísks kaupsýslumanns. Farþegaskipið Titanic var til samanburðar í eigu White Star Line-skipafyrirtækisins sem var í eigu bandaríska kaupsýslumannsins J. Pierpont Morgan. Og jú, hann var auðvitað moldríkur.

Fjölmörg önnur smáatriði varðandi byggingu skipanna og eiginleika þeirra voru nánast eins hjá Titanic og Titan.

Talinn geðveikur af samtíðarmönnum

Hvort að Morgan Robertson var skyggn skal ósagt látið en hann hélt því fram að „andi hinna látnu“ hefði stýrt för þegar hann skrifaði bókina og að hann hefði heyrt „hvísl að handan“ við vinnslu þeirra.

Af þeim sökum var Robertson álitinn geðveikur af mörgum samtíðarmönnum sínum og dvaldi meðal annars á geðdeild á spítala í New York um tíma.

Hvort að sagan af Titan hafi gert það að verkum að hann fékk uppreisn æru þegar Titanic-harmleikurinn gekk yfir skal ósagt látið en fleiri dæmi eru til um framsýni Robertson.

Árið 1909 skrifaði hann skáldsögu um framtíðarstríð milli Bandaríkjanna og Japan sem sögð er hafa verið fyrirboði um Pearl Harbour-árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman