fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. apríl 2024 20:30

Sigurður Þórðarson er fluttur til Danmerkur og þar vill hann dvelja áfram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska Ekstra Bladet, sem er mest lesni netmiðillinn í Danmörku, birti á fimmtudaginn viðtal við Sigurð Þórðarson,  sem er betur þekktur hérlendis Siggi hakkari, og má segja að um sannkallað „drottningarviðtal hafi verið að ræða. Viðtalið er í tilefni af frumsýningu danskra heimildarþátta um Sigga – A Dangerous Boy – sem sýndir voru á Stöð 2 í byrjun árs og féllu í grýttan jarðveg hérlendis í ljósi þess að þar var einnig gert mikið úr meintum njósnaferli Sigga en þeim mun minna úr afbrotum hans.

Sjá einnig: Foreldrar Bergs Snæs segja fjölmiðlum Sýnar að skammast sín fyrir að gefa manninum sem beitti son þeirra hrottalegu ofbeldi röd

Margdæmdur níðingur og þekkir ekki muninn á réttu og röngu

Árið 2015 var Sigurður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn níu ungum drengjum á árunum 2011-2013. Áður hafði hann verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára dreng og tveggja ára fangelsi óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik.

Í dómnum kom fram það mat geðlæknis að Sigurður væri sakhæfur en siðblindur og þekkti ekki muninn á réttu eða röngu.

Undirbýr sig undir að bera vitni gegn Assange

Siggi býr nú á Suður-Jótlandi og reynir að sögn að láta lítið fyrir sér fara en ræddi nú samt sem áður við blaðamann Ekstra Bladet.

Í inngangi viðtalsins segir að 31 árs tölvunörd, sem hafi hlotið dóma fyrir að brjótast inn í tölvur og tölvukerfi, svikastarfsemi og fyrir að hafa misnotað unga menn kynferðislega, feli sig á Suður-Jótlandi. Hann sé að safna kröftum og undirbúa sig undir að bera vitni í stórum réttarhöldum í Bandaríkjunum, þar sem hann verður lykilvitnið. Þetta eru réttarhöldin yfir Julian Assange, það er að segja ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna frá Bretlandi en  þó er ekki er útséð með það.

Nasltyggjandi maðurinn í eldhússtólnum fyrir framan okkur elskar sælgæti, mat frá McDonalds, bangsa og Pepsi Max. „Já, þetta er á ákveðinn hátt fáránlegt. En innst inni er ég barnalegasta manneskjan sem til er“ segir Sigurður „Siggi“ Þórðarson, sem hefur verið í skjóli fyrir morðhótunum og opinberri smánun síðustu mánuði. Hann hefur komið sér fyrir í raðhúsi í litlum bæ á Suður-Jótlandi. En Siggi er EKKI barn. Það hefur hann ekki verið síðan hann sem 15 ára sjálflærður tölvuþrjótur kom upp um risastórt fjármálahneyksli í tenglsum við efnahagshrunið á Íslandi.“

Mikið gert úr ferlinum en lítið úr lygunum og ofbeldinu

Segir í upphafi viðtalsins   og síðan er rakið mikið gert úr því að að Siggi hafi verið ráðinn til starfa hjá stóru fjárfestingarfélagi og síðan hafi hann verið hægri hönd Julian Assange, aðgerðarsinnans hjá Wikileaks. Á síðustu árum hafi Siggi síðan toppað feril sinn sem útsendari bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Danirnir virðast þó ekki meðvitaðir um að Sigurður er, að því er best er vitað, ekki með neina sérstaka færni þegar kemur að tölvum en þeim mun meiri varðandi lygar, svik og pretti.

„Ég braust inn og sá efni sem ég hefði ekki átt að sjá þegar ég var unglingur og þá ákvað ég að hafa samband við ríkissaksóknara. Mér fannst að glæpamenn þyrftu að svara til saka. Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um afleiðingarnar. Ég var bara barn,“ segir Siggi í viðtalinu.

Því næst rekur blaðamaður að Siggi hafi afplánað nokkra dóma á Íslandi fyrir innbrot í tölvukerfi, efnahagsbrot og fyrir að misnota unga menn kynferðislega. Hann hafi lokkað þá til að selja aðgang að líkama sínum.

Segist aldrei hafa misþyrmt neinum kynferðislega en samt fullur eftirsjár

„Julian Assange var vinur þinn, segir þú. Finnst þér að þú hafi svikið hann?“ spurði blaðamaður Sigga og svarið var:

„Ég er leiður yfir að hann endaði í mjög erfiðri stöðu. En hann er ekki blaðamaður. Hann er glæpamaður, sem höndlar með stolnar upplýsingar. Punktur. Það var ekki ég sem kom honum í fangelsi. Það er á hans ábyrgð. Fyrirætlanir Julian voru góðar, hann vildi gagnsæi. Vandinn er að Wikileaks er undir einræðisstjórn og starfar jafn leynilega og CIA. Sumt af því sem ég hef gert er „tough shit“. Því get ég ekki neitað og það geri ég ekki. Í öllum þeim málum, sem ég hef verið dæmdur fyrir, hef ég játað sekt mína, segir Siggi, sem stendur fast á að hann hafi aldrei misþyrmt neinum kynferðislega og aldrei beitt ofbeldi.“

„Ég vissi ekki hvernig ég gæti annars fengið útrás fyrir samkynhneigð mína“

Því næst spurði blaðamaðurinn Sigga hvort hann sjái eftir því sem hann gerði ungu mönnum kynferðislega og svarið var:

„Já, það er enginn vafi á því. En ég vissi ekki hvernig ég gæti annars fengið útrás fyrir samkynhneigð mína.“

„Gegnt okkur situr ungur maður sem berst við að sættast við sjálfan sig. Við tölvukunnátttu sína, samkynhneigð sína og hlutverk hans sem hægri hönd manns sem honum finnst hafa misnotað sig,“ segir blaðamaðurinn því næst og minnist síðan á heimildarþáttinn „Siggi – drengurinn sem varð njósnari hjá FBI“ sem verður frumsýnd í Danska ríkissjónvarpinu.

Vill búa áfram í Danmörku

Þegar hann var spurður hvernig honum líði varðandi það að vera lykilvitnið í réttarhöldunum sagði hann:

„Í hreinskilni sagt, þetta eyðileggur mig. Þetta er mjög erfitt og ég hef mikla þörf fyrir að ljúka þessu. Ég hef fengið nóg af leyniupplýsingum „fyrir lífstíð“. Þetta mál sem bíður í Bandaríkjunum kemur í veg fyrir að ég geti haldið áfram með lífið mitt. Mín stærsta ósk er í raun að fá að vera í friði og geta farið út í búð eins og allir aðrir.“

Í lokin segist hann vonast til að búa áfram í Danmörku að réttarhöldunum í Bandaríkjunum loknum, það er ef af þeim verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis