fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2024 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgils Gunnlaugsson skrifar opið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra sem birtist í Velvakanda Morgunblaðsins í gær.

Þar fer hann þess á leit við nýjan fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir afnámi erfðafjárskatts hér á landi. Samkvæmt gildandi lögum þurfa erfingjar að greiða erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum sem koma í þeirra hlut við skipti dánarbús.

Í stuttri grein í Velvakanda í gær segir Þorgils:

„Tíu prósent erfðafjárskattur er einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag. Í fyrsta lagi er um að ræða tvísköttun á fjármagni. Í öðru lagi eru þetta krónur sem fjöldi eldra fólks hefur safnað sér saman til lífsviðurværis og til afkomenda sinna þegar líftími þeirra er þrotinn. Það er ósk mín að núverandi fjármálaráðherra vinni að því að leggja umræddan skatt niður sem fyrst. Þess má og geta að Norðmenn og Svíar hafa lagt þennan skatt af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund