fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Alveg ótrúlegt, að fólk með yfir 2 m.kr. á mánuði, telji að fólk með undir 400.000 kr. á mánuði sé best aflögufært og að halda tekjum þeirra niðri slái á verðbólguna.  Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

segir Marínó G. Njálsson  ráðgjafi og sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggismálum og persónuvernd.

Í færslu sem Marinó skrifaði á Facebook í gær skýtur hann föstum skotum á yfirvöld fyrir að vilja fresta bættum kjörum öryrkja, sem þau segja að ógni verðstöðugleika í landinu.

„Þessu verður ekki logið:  Hækkun á naumhyggjugreiðslum almannatrygginga til öryrkja er ógn við verðstöðugleika. Er einhverjum borgað fyrir að hugsa upp svona steypu?  Höfum í huga, að það er búið að vera á stefnuskrá nærri allra ríkisstjórna á þessari öld að bæta hag öryrkja, en í staðinn hafa þeir sífellt dregist aftur úr fullvinnandi fólki á lægstu launum,“ segir Marinó, sem kemur með tillögu að lausn málsins.

Þingmenn, ráðherrar, forstjórar ríkisstofnana (líka ohf. og þeirra sem eru í meirihluta eigu ríkisins), fái ekki kauphækkun fyrr en verðbólgan er komin niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans.  Þetta tekur líka til forseta Íslands, seðlabankastjóra og æðstu stjórnenda Seðlabankans.  Auk þess verði sett tímabundið þak á laun þessara aðila, þannig að þau geti mest verið fjórfaldur örorkulífeyrir með fullri tekjutryggingu.

Jafnframt verði skattar hækkaðir á alla með yfir 1,5 m.kr. á mánuði og komið verði á stighækkandi fjármagnstekjuskatti, þar sem skattur á nettófjármagnstekjur yfir 100 m.kr. verði 30%.  (Þetta ætti að verða til þess að lífeyrissjóðirnir greiði ekki fjármagnstekjuskatt, þar sem fjármagnstekjur þeirra að frádegnum fjármagnsgjöldum ættu að vera 0.)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?