fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2024 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Íran í nótt og var árásin gerð í hefndarskyni fyrir umfangsmiklar árásir sem Íranir gerðu fyrr í þessari viku. Aðgerð Ísraelsmanna í nótt er talin auka líkurnar á að allsherjar stríð brjótist út í Mið-Austurlöndum.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að árásin í nótt hafi beinst að herstöð í borginni Isfahan, en þar er meðal annars finna hluta af flugvélaflota íranska hersins. Skammt frá borginni er kjarnorkuver en ónafngreinir bandarískir embættismenn segja að kjarnorkuverið hafi ekki verið skotmark í árásinni í nótt.

Írönsk yfirvöld gerðu lítið úr árás Ísraelsmanna og sögðu litlar sem engar skemmdir hafa orðið. Í fyrstu virtust Íranir reyna að halda því fram að engin árás hefði verið gerð en myndir og upplýsingar um flugumferð á svæðinu benda til annars.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti Ísraelsmenn til að halda að sér höndum eftir að íranski herinn gerði árás með drónum og flugskeytum á Ísrael á dögunum. Höfðu írönsk yfirvöld hótað því að nota „vopn sem ekki hefur áður verið notað“ gegn Ísrael ef þeir réðust á landið.

Ísraelsk yfirvöld hafa ekki enn tjáð sig opinberla um árásina í nótt en írönsk yfirvöld segja að engar áætlanir séu uppi að svo stöddu um að svara aðgerðum Ísraelsmanna í nótt. Síðast í gær sagði utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir-Abdollahian, að yfirvofandi árásum Ísraelsmanna yrði svarað strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“