„Hann braut þetta með þakrennu og er víst góðkunningi lögreglunnar.
Hef video af þessu enda eru fyrirtækin okkar með góðar myndavélar og fyrirtækin okkar eru alltaf vel vöktuð,“ segir Kristján í færslu á Facebook-síðu sinni en vegna þessa mun verslun Fiskikóngsins ekki opna fyrr en klukkan 12 í dag.
Kristján klórar sér í kollinum yfir þankagangi þeirra sem svona gera.
„Ég átta mig ekki alveg á þörfinni fyrir að skemma fyrir öðrum. Ekki reynt að brjótast inn heldur bara verið að skemma, brjóta og bramla og eyðileggja fyrir öðrum, eitthvað sem við fjölskyldan erum að vinna að byggja upp og halda vel utan um. Skrýtið að hugsa svona og framkvæma skemmdarverk,“ segir Kristján sem veltir ýmsum spurningum upp.
„Eigum við þetta skilið ? Er afbrýðissemin svona mikil? Hvað fær fólk til þess að skemma fyrir öðrum ?Það finnst mér vera spurning dagsins. En það er alveg á hreinu: Sumt fólk eru fífl.“