fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. apríl 2024 18:30

Ben Cohen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralir eru í sárum eftir að fertugur maður gekk berserksgang í  hníf verslunarmiðstöð í Sydney og stakk sex einstaklinga til bana þar til hann var skotinn til bana af lögreglu. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur í áströlskum fjölmiðlum en hann hét Joel Cauchi, var frá Queensland og var fertugur að aldri. Hefur komið fram að hann hafi glímt við andleg veikindi.

Skömmu eftir árásina fór nafn hins tvítuga háskólanema, Ben Cohen, að trenda á samfélagsmiðlum sem hinn meinti morðingi. Það virðist aðeins hafa verið vegna þess að Cohen þykir líkur árásarmanninum. Einhver netverji hefur varpað nafni hans fram og í allri geðshræringunni sem ástralska þjóðin upplifði í kjölfar ódæðisins fór nafn hins saklausa Cohen á flug.

Skilaboðum og símtölum ringdi yfir Cohen og fjölskyldu hans. Í viðtali við News.com í Ástralíu sagði Cohen að fólk verði að hugsa áður en að það varpar fram slíkum meiðandi fullyrðingum á netinu og átti sig á afleiðingunum fyrir viðkomandi ef orðrómur er ekki sannur.

„Það er mjög hættulegt hvernig fólk getur búið til slíkar sögur og eyðilagt þannig líf fólks,“ sagði Cohen.

Morðinginn Joel Cauchi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“