fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Fær bætur eftir handtöku og lögreglurannsókn – Lenti í vandræðum eftir að hafa keypt evrur fyrir vin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. apríl 2024 15:52

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í nokkra daga, sætti húsleit og fleiri þingunaraðgerðum, og var með stöðu sakbornings í um þrjú ár, hefur fengið dæmdar miskabætur frá ríkinu. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. apríl.

Haustið 2019 gerði lögregla húsleit hjá manni þar sem gerð voru upptæk yfir 2 kíló af kókaíni og sex lítrar af amfetamínbasa. Í húsleitinni fannst kvittun fyrir kaupum á evrum fyrir rúmlega eina milljón króna.

Maðurinn sem hafði keypt evrurnar er stefnandi í þessu máli sem hér er til umfjöllunar. Var hann handtekinn og yfirheyrður. Í yfirheyrslu viðurkenndi  hann að hafa neytt fíkniefna og selt kannabis. Einnig kannaðist hann við að hafa keypt evrurnar og sagðist hann hafa gert það fyrir vin sinn af greiðasemi. Var hann handtekinn, grunaður um aðild að innflutningi, sölu, dreifingu og vörslu fíkniefna. Hann neitaði sök.

Rannsókn lögreglu á málinu auk með ákæru og refsidómum en sá sem hafði keypt evrurnar var ekki ákærður. Ekki fannst neitt annað en kvittunin fyrir gjaldeyriskaupunum sem tengdi hann við málinu.

Maðurinn krafðist bóta upp á 4.250.000. Hann sagði framgöngu lögreglu hafa valdið sér miklum þjáningum og meðal annars mannorðsmissi. Auk óþæginda vegna handtöku, gæsluvarðhalds, húsleitar og annarrar þingunarúrræða, hafi hann liðið mjög fyrir langan rannsóknartíma en sem fyrr segir kom aldrei neitt annað fram sem tengdi hann við brotin en kvittunin fyrir gjaldeyriskaupunum.

Það var mat dómsins að tilefni hefði verið til lögregluaðgerðanna. Samkvæmt lögum eiga borgarar hins vegar rétt á skaðabótum vegna handtöku og annarra aðgerða ef rannsókn mála er felld niður án ákæru, svo lengi sem þeir teljist ekki hafa kallað aðgerðirnar yfir sig sjálfir með framgöngu sinni.

Var það mat dómsins að maðurinn hefði ekki kallað þessar aðgerðir yfir sig sjálfur og eru honum dæmdar 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“