Á einum sólarhring hafa bæst rúmlega tuttugu þúsund manns við undirskriftalista gegn nýja forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni.
Þegar DV fjallaði um málið í gær höfðu um átta þúsund manns skrifað undir listann.
„Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða Maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ kemur fram á síðu rafrænu undirskriftasöfnunarinnar á Ísland.is.
Nú þegar þessi frétt er skrifuð hafa 28.229 manns skrifað undir, en tugir bætast við með hverri mínútu sem líður.