fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Sigríður Hrund hvetur Íslendinga til að missa ekki af tækifærinu – Undirskriftasöfnun gengur hægt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 14:59

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og forsetaframbjóðandi ber sig bersýnilega nokkuð illa í nýrri auglýsingu á Facebook. Sigríður Hrund tilkynnti um framboð sitt í janúar síðastliðnum en hefur ekki enn náð að safna tilskildum fjölda meðmælenda. Hún hvetur kjósendur til að veita framboði sínu meðmæli og segir að annars glati Ísland því tækifæri að fá sjálfstæða og óháða rödd í hóp frambjóðenda og spyr hver ávinningurinn væri af slíku.

Í auglýsingunni, sem er samhljóða færslu sem birt var á Facebook-síðu framboðs hennar, skrifar Sigríður Hrund:

„Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Stattu með þér og þínum gildum. Taktu þátt í samfélaginu og treystu á samtakamáttinn. Embætti forseta Íslands er okkar eina sameiginlega embætti og við eigum að móta það saman. Forsetinn situr fyrir þjóðina og þjónar hennar hagsmunum.“

„Veittu mér brautargengi og fjölfaldaðu meðmælin. Annars tapar Ísland framsækinni, hreinni, sjálfstæðri og óháðri rödd. Hver er ávinningurinn af því?“

Erfiðara að vera í framboði í dag

Með auglýsingunni er birt skjáskot af grein sem Sigríður Hrund skrifaði í Morgunblaðið en yfirskrift hennar er „Nýju fötin keisarans.“ Í greininni vísar Sigríður Hrund meðal annars til þess hversu erfitt sé að ná athygli fólks í dag og hversu mikill skortur sé á innihaldi:

„Yngstu tugir kjósenda horfa hvorki á sjónvarp né lesa prentaða miðla að ráði heldur nýta sér hraðmiðla sem TikTok sér til afþreyingar og upplýsinga. Það er áhugavert og krefjandi að koma haldbærum upplýsingum til skila og ná athygli á fyrstu sjö sekúndunum en það er það sem þarf á hraðmiðlum. Ísland í dag. Líf forsetaframbjóðanda. Ferlið var mun einfaldara og auðveldara með aðeins örfáa prent­ og ljósvakamiðla, fáa frambjóðendur og flesta flokksbundna. Hvernig ætli kosningaþátttaka verði.“

Hún segir sinnuleysi, áhugaleysi, vonleysi og tilgangsleysi einu helstu ógn samtímans:

„Stríðið um hjörtun. Þegar við erum vanvirk og tökum ekki þátt. Sjáum að engin eru fötin og enn síður keisarinn og veljum að þegja og sitja hjá.“

Sigríður Hrund fer því næst yfir helstu áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir og segir að skilaboð þeirra kjósenda sem hún hafi hitt á ferðum sínum um landið séu einföld:

„Hvað er innihaldið í þjóðarsálinni? Á ferð minni um landið hefur fólk ítrekað horft í augu mín, spegil sálarinnar, og sagt „vertu þú sjálf“. Ég varpa því hér með til þjóðarinnar. Verum við sjálf. Munum hver við erum og hvaðan við komum. Hvað við stöndum fyrir. Hér er enginn keisari eða ósýnileg ný klæði. Hér er ekkert að óttast. Við erum sjálfstæð, óháð og frjáls.“

„Mæltu með mér“

Sigríður segir það dýrmætt, einstakt og fágætt að yfir sextíu „framúrskarandi einstaklingar af öllum aldri, kynjum og uppruna“ geti boðið sig fram til forseta Íslands. Forsetakosningarnar í sumar feli í sér stórkostlegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina:

„Til að kíkja í spegilinn og athuga hvað hún sér þegar hún horfist í augu við sjálfa sig. Raunsanna stöðu sína óháða keisara og klæðum. Þjóðin á forsetaembættið og velur hvernig það mótast í takt við ört breytta tíma.“

Samfélagið þroskist með því að veita frambjóðendum úr öllum áttum frelsi til að tjá sig og bjóða sig fram.

Að lokum hefur Sigríður Hrund fram að færa eftirfarandi bón til kjósenda:

„Hleyptu mér að, veittu mér brautargengi, mæltu með mér. Að öðrum kosti tapar Ísland framsækinni, hreinni og óháðri röddu. Hver er ávinningurinn af því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári