fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Dæmd fyrir að stela dagbók dóttur Joe Biden

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 22:06

Joe Biden og Ashley Biden. Mynd: Alex Wong/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona hefur verið dæmd í fangelsi í 1 mánuð fyrir að stela dagbók og fleiri hlutum sem voru í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden forseta Bandaríkjanna. Er konan sögð hafa selt aðgerðahópi hægri manna dagbókina nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2020.

Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá málinu og þar á meðal er CNBC. Þar kemur fram að konan heitir Aimee Harris og er 41 árs gömul. Auk fangelsisdómsins hlaut hún þriggja mánaða stofufangelsi, þriggja ára skilorð og þurfti að sæta upptöku 20.000 dollara (um 2,8 milljónir íslenskra króna)

Saksóknari við réttarhöldin sagði Harris hafa ítrekað sýnt vanvirðingu í garð laganna og dómskerfisins. Hún hafi stolið eigum Ashley Biden til að græða sem mesta peninga á því og til að skaða pólitíska hagsmuni Joe Biden.

Saksóknarar höfðu farið fram á 4-10 mánaða fangelsisdóm yfir Harris en niðurstaða dómara varð 1 mánuður.

Harris sem býr í Palm Beach í Flórída ríki hafði farið fram á að hljóta eingöngu skilorðsbundinn dóm.

Dómarinn í málinu sagði hegðun Harris fyrirlitlega.

Hún hafði upphaflega reynt að selja kosningateymi Donald Trump, þáverandi forseta, dagbókina.

Harris sagði fyrir dómi að hún liti ekki svo á að hún væri hafin yfir lög. Hún sagðist hins vegar hafa mátt þola langvarandi heimilisofbeldi og þar að auki orðið fyrir kynferðisfobeldi.

Bjó í húsi sem forsetadóttirin hafði dvalið í

Harris hafði játað sekt sína árið 2022 en hún stal dagbókinni og öðrum hlutum í eigu Ashley Biden í samvinnu við 60 ára gamlan karlmann, Robert Kurlander.

Harris dvaldi tímabundið í húsi í Delray í Flórída sem Ashley Biden hafði leigt áður og fann dagbókina þar. Forsetadóttirin er sögð hafa ritað afar persónulegar færslur í dagbókina og geymdi þar að auki minniskort í henni en ekki kemur fram í frétt CNBC hvað var á minniskortinu.

Harris og Kurlander fengu hvort um sig greitt 20.000 dollara frá hægri sinnaða aðgerðarhópnum Project Veritas (Sannleiksverkefnið, þýðing DV) fyrir dagbókina og aðra hluti sem þau fundu í húsinu og voru í eigu Ashley Biden.

Saksóknarar nýttu sér m.a. skjöl sem fundust við húsleitir á heimilum leiðtoga Project Veritas, við réttarhöldin yfir Harris.

Harris og Kurlander eru sögð hafa afhent hópnum dagbókina í New York en tilkynnt þá að þau hefðu fundið fleiri hluti í eigu Ashley Biden í húsinu. Er hópurinn sagður hafa þá beðið þau um að snúa aftur til Flórída og ná í hina hlutina, sem þau hafi gert.

Enginn sem tengist Project Veritas hefur verið ákærður vegna þjófnaðarins á dagbók Ashley Biden. Forystumenn hópsins segja að þeim hafi verið boðin dagbókin að fyrra bragði en ákveðið að birta ekki innihald hennar og afhenda hana frekar löggæsluyfirvöldum. Var einkum nefnd sú ástæða að ekki hafi verið hægt að sannreyna að dagbókin tilheyrði sannarlega dóttur Joe Biden.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“