fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Bónus byrjar að selja poka undir lífrænt sorp – Þetta er verðið

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. apríl 2024 16:30

Sumir eiga margra ára birgðir af svona pokum heima hjá sér. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrjað er að selja bréfpoka undir lífrænt sorp í Bónus. Pokarnir voru áður gefnir í stórmörkuðum en nú er einungis hægt að nálgast þá ókeypis í endurvinnslustöðvum Sorpu og í nytjaversluninni Góði hirðirinn.

Að sögn Gunnars Dofra Ólafssonar, samskipta og þróunarstjóra Sorpu, er það ekki Sorpa sem selur Bónus pokana heldur verður Bónus sér út um þá sjálft. Gunnar gerir þó ráð fyrir að þeir séu að fullu sambærilegir við þá sem Sorpa gerir kröfu um að fólk á höfuðborgarsvæðinu noti undir lífrænan úrgang.

Búntið af pokunum kostar 559 krónur í Bónus. 40 stykki eru í búntinu, sem gerir 14 krónur á poka.

Ekki er að sjá að Krónan eða Nettó séu byrjuð að selja poka sem þessa. Að minnsta kosti er þá ekki að finna á heimasíðum viðkomandi netverslana.

Viðbragð vegna hamsturs

Forsvarsmenn Sorpu greindu frá því í janúar síðastliðnum að dreifingunni yrði breytt. En þá höfðu borist fregnir af því að fólk væri að hamstra poka í miklum mæli, 24 milljónir í heildina. Sumt fólk væri búið að koma sér upp margra ára birgðum af pokum sem var dreift ókeypis í stórmörkuðum.

Að sögn forsvarsmanna Sorpu kom þessi hömstrun Íslendinga þeim í opna skjöldu enda hafði sambærileg dreifing gengið mun betur í öðrum löndum. Var nýja kerfið tekið upp vegna gríðarlegs kostnaðar sem fallið hefur á Sorpu, 240 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“