Reynisfjara, sem útlendingar þekkja sem Black Sand Beach, hafnaði í sjötta sæti á lista yfir 100 bestu strendur heimsins. Hún var jafn framt sú efsta í Evrópu.
Listinn heitir Golden Beach Award og er veittur af bresku samtökunum Beach Atlas. Strendurnar eru metnar út frá ýmsum þáttum, svo sem mikilvægi í nærumhverfinu, menningarlegu mikilvægi, líffræði, landafræði og vitaskuld fegurð.
Reynisfjara er eina íslenska ströndin sem komst á lista og ein af aðeins tveimur evrópskum. En hin var Omaha strönd í Normandí þar sem bandamenn hófu frelsun sína á Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni á D-dag 6. júní 1944.
Besta strönd í heimi er aftur á móti strönd sem tilheyrir Frakklandi óbeint. Það er Bora Bora ströndin í Frönsku Pólinesíu í Kyrrahafi. Þar á eftir koma Boulders Beach í Suður Afríku, Wakiki störnd í Hawaii í Bandaríkjunum, Copacabana í Brasilíu og Maya Bay í Tælandi.
Á meðal annarra þekktra stranda sem komust á topp 100 listann má nefna Bondi strönd í Ástralíu, ströndina í Pattaya í Tælandi, ströndina í Brighton í Bretlandi, Uttakleiv í Noregi og Amager strönd í Danmörku.