fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Baldur og Felix opna kosningaskrifstofu – „Nú er tími til að bretta upp ermar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 18:30

Margar hendur vinna létt verk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson og eiginmaður hans Felix Bergsson eru nú í óða önn að gera kosningaskrifstofu sína klára. Hún er að Grensásvegi 16 í Reykjavík.

„Nú er tími til að bretta upp ermar, taka til hendinni og ýta baráttunni úr vör með formlegri hætti en áður,“ segir Baldur í færslu á samfélagsmiðlum.

Framboðið mun hafa aðsetur á skrifstofunni næstu vikurnar. Lofa þeir að ávallt verði heitt á könnunni og allt fólk verði hjartanlega velkomið.

„Við Felix, tókum af skarið við tiltekt í gærdag ásamt góðu fólki, en næstu skref eru að flytja inn í miðstöðina og hefjast handa. Við stefnum svo að því að opna skrifstofuna með formlegri hætti á næstunni,“ segir Baldur.

Næstu vikur munu Baldur og Felix einnig hefjast handa við að ferðast um landið, kynna sýn þeirra á forsetaembættið og eiga samtal við þjóðina.

„Ég segi það gjarnan að fátt sé gjöfulla en að sækja sveitir þessa lands heim. Enda sækjum við fjölskyldan gjarnan innblástur og orku í sveitina, þar sem við eigum okkar annað aðsetur að æskuheimili mínu í Rangárvallasýslu,“ segir Baldur að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni