fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Gunter segist hafa barist við djúpríkið og Kínverja á Íslandi – „110 prósent stuðningsmaður Trump“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 16:30

Gunter með gullvélbyssu í einni auglýsingunni. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeff Gunter, hinn óvinsæli fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum vestra þar sem hann reynir að komast á þing fyrir Repúblíkanaflokkinn. Segist hann vera 110 prósent stuðningsmaður Donald Trump og að hann hafi sigrast á Kínverjum sem sendiherra á Íslandi.

„Ég var sendiherra Trump á Íslandi. Þar barðist ég við djúpríkið, ég barðist við Kína og ég barðist gegn ásælni Rússa á Norðurslóðum,“ segir Gunter í einni auglýsingunni.

Gunter reyndist afar óvinsæll sendiherra og var stuttri tíð hans í sendiráðinu lýst sem „ógnarstjórn.“ Komst hann bæði upp á kant við eigið starfsfólk og Íslendinga. Árið 2021 birti innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins svarta skýrslu um starfsemi sendiráðsins undir hans stjórn.

Hörð barátta

Hart er barist um tilnefningu Repúblíkanaflokksins til kosninga um öldungardeildarþingsæti í Nevada fylki. Gunter hefur eytt 3,3 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar, eða tæpum hálfum milljarði króna.

Sjá einnig:

Umdeildur sendiherra reyndi að fá íslensk stjórnvöld til að láta af stuðningi við Black Lives Matter

Gunter á undir högg að sækja í baráttunni því að flokkselítan stendur að baki Sam Brown, fyrrverandi hermanni í stríðinu í Afganistan. Sá sem vinnur forvalið verður frambjóðandi flokksins um sæti sem Jacky Rosen, þingmaður Demókrata situr í núna. Fleiri eru í framboði, svo sem Jim Marchant og Tom Grady, sem áður hafa reynt við embætti í fylkinu en tapað í kosningum.

Ætlar að  hjálpa Trump að klára vegginn

Donald Trump hefur ekki stutt neinn frambjóðanda í forvalinu en þeir keppast um hylli hans. Sérstaklega Gunter sem segist í auglýsingum vera 110 prósent stuðningsmaður Trump og ætli að hjálpa honum að „klára vegginn.“ Á þar við vegg við landamæri Mexíkó sem Trump lofaði árið 2016.

Demókratar fagna því að sjá fram á harkalegan slag Repúblikana í Nevada þar sem frambjóðendur lýsi sífellt öfgafyllri skoðunum. Muni það fjarlægja flokkinn frá hinum venjulega kjósanda í fylkinu sem aðhyllist ekki slíkar skoðanir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það

Ný taktík Rússa virkar – Kurakhove er gott dæmi um það
Fréttir
Í gær

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot

Vestfirskur skipstjóri sem sigldi ölvaður iðraðist við annað brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku

Brást með ótrúlegum hætti við þegar bíllinn lenti í fljúgandi hálku