fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Friðrik Þór leiðir dómnefnd á umdeildri kvikmyndahátíð í Rússlandi – „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 11:00

Friðrik Þór segist ekki styðja málstað Rússa þó hann taki sæti í dómnefnd á hátíðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson mun leiða dómnefnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Fjölmargir vestrænir aðilar og Úkraínumenn hafa kallað eftir sniðgöngu á hátíðinni eftir innrás Rússa inn í Úkraínu.

Aðspurður segist Friðrik Þór alls ekki styðja málstað Rússa. „Ég er forvitinn um hvað Rússar eru að gera,“ segir hann.

Notuð í áróðri fyrir innrásinni

Hátíðin er árleg og fer að þessu sinni fram þann 19. til 26. apríl. Eftir innrás Rússa inn í Úkraínu í febrúar árið 2022 hefur mjög dregið úr alþjóðlegri viðveru á hátíðinni, sérstaklega vestrænni. Meðal annars hafa úkraínsk stjórnvöld hvatt til sniðgöngu á hátíðinni sem og öðrum rússneskum menningarviðburðum. Einnig hafa FIAPF, alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, hætt öllu samstarfi við hátíðina.

Þá hefur hátíðin verið notuð af rússneskum stjórnvöldum til að básúna áróður fyrir stríðsrekstrinum í Úkraínu.

„Þessa dagana eru hetjurnar okkar í Donbass,“ sagði Nikita Mikhaílov, formaður hátíðarinnar árið 2022 um hin hernumdu austurhéröð sem Rússar seinna innlimuðu. „Þarna er hin nýja elíta og hinar nýju hetjur að verða til. Reyndar er nýr heimur og nýtt samfélag að verða til þarna. Vandamálið er að ekki allir skilja að þetta er raunverulegt og þetta verður svona framvegis.“

Ekki allir fylgjandi stríðinu

Friðrik Þór leiðir þá dómnefnd sem mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd á hátíðinni. Í dómnefndinni eru einnig fólk frá Rússlandi og Tyrklandi.

Aðspurður um hvort það sé ekkert vafasamt að taka þátt í þessari hátíð segir Friðrik Þór: „Jújú, ég get ekkert talað um það í fjölmiðlum. Þetta er bara það erfitt.“

Hann telur hins vegar að Rússar styðji ekki allir stríðið og nefnir dæmi frá framleiðslu kvikmyndarinnar Hross í oss frá árinu 2013.

„Ég framleiddi Hross í oss, mynd eftir Benedikt Erlingsson. Hann vildi ekki að myndin yrði sýnd í Ísrael út af ástandinu á Gasa, sem var nú ekki orðiði eins alvarlegt þá og það er í dag. En ég hef svo oft verið í Ísrael þannig að ég hugsa að það séu svona 75 prósent af Ísraelum séu á móti þessari árás inn í Gasa,“ segir Friðrik Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“