fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Meintur káfari þarf ekki að yfirgefa dómssal þegar þolandi hans gefur skýrslu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 10:35

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að maður, sem sakaður er um að hafa káfað á undirmanni sínum, þarf ekki að yfirgefa dómssal þegar þolandi hans gefur skýrslu.

Forsaga málsins er sú að maðurinn er ákærður fyrir að hafa á ónefndum veitingstað þann 8. janúar 2022 strokið yfir rass konunnar, utanklæða,  þar sem hún var við vinnu.

Konan, sem var ung að árum þegar brotið átti sér stað, hefur átt erfitt uppdráttar síðan og þurfti að hætta í vinnu sinni á áðurnefndum veitingastað, skipta alveg um starfsvettang og auk þess að minnka við sig í námi.  Hún leitaði sér hjálpar rúmu hálfu ári eftir atvikið og kærði í kjölfarið atvikið til lögreglu.

Maðurinn neitar sök í málinu en ráðgert er að aðalmeðferð þess fari fram í Héraðsdómi Suðurlands þann 19. apríl næstkomandi þar sem farið er fram á að hann verði dæmdur til refsingar sem og greiðslu miskabóta upp á 2 milljónir króna.

Glímdi við erfiðar afleiðingar af brotinu

Eins og áður segir getur konan ekki hugsað sér að árásarmaðurinn sé viðstaddur skýrslutöku hennar fyrir dómi og gerði kröfu um að hann viki úr dómssal. Lagði lögmaður hennar fram vottorð frá listmeðferðafræðingi og meðferðarstýru hjá ónefndum samtökum þar sem stöðu hennar var lýst:

Í fyrstu viðtöl hafi hún mætt með foreldrum þar sem hún hafi ekki treyst sér til að vera ein. Hafi hún átt erfitt með munnlega tjáningu, virka hlustun, einbeitingu og traust. Foreldrar hennar hafi upplýst að hún hafi verið að kljást við eftirfarandi afleiðingar brots gegn henni, svefntruflanir, minnkandi matarlyst, kvíða, einbeitingarskort, depurð, einangrun og hafi almennt orðið þögul. Í meðferðinni hafi A átt erfitt með að tjá sig um líðan sína tengt áfallinu sem hún varð fyrir. Hún hafi þó verið fær um að þiggja ráðgjöf og stuðning við að takast á við þær afleiðingarnar sem hún hafi verið að kljást við. Þrátt fyrir löngun hafi A ekki haft sömu getu og virkni til að stunda nám, vinnu eða vera í tengslum við fjölskyldu og vini. Hún hafi þurft að gerabreytingar gegn vilja sínum til að endurheimta öryggi sitt og getu í sínu dagsdaglega lífi þannig að hún hafi upplifað frelsisskerðingu. Hafi hún þurft að hætta á vinnustaðnum, þar sem brotið gerðist, og minnka við sig í náminu. Þrátt fyrir nýjan vinnustað hafi hún ekki getað stundað vinnuna vegna kvíða við að sjá geranda sinn. Hún hafi ekki upplifað öryggi fyrr en hún skipti um vinnuvettvang. Smátt og smátt hafi hún með miklum stuðningi frá foreldrum og meðferðinni öðlast öryggi og sátt og við það hafi aukist geta hennar og vellíðan.

Þegar kom að því að málið yrði tekið fyrir dómi þá mögnuðust upp neikvæðar afleiðingar brotsins og því var farið fram á að hinn meinti gerandi myndi víkja úr dómssal.

Ekki lægi fyrir álit sérfræðinga

Niðurstaða Landsréttar, sem Héraðsdóms Suðurlands, var að áðurnefnt vottorð væri ónákvæmt og lægi ekki fyrir sálfræðileg eða læknisfræðileg greining sem innt væri af hendi af viðurkenndum sérfræðingum. Það væri réttur hins meinta geranda að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins og dómari mætti aðeins úrskurða um að brottvikningu ef að nærvera hans yrði vitninu sérstaklega íþyngjandi eða myndi hafa áhrif á framburð þess.

Ekki hefði verið lögð fram sérfræðileg greining á því hvaða áhrif nærvera hins meinta geranda hefði á brotaþola og því yrði dómari að synja beiðninni.

Hér má lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1