fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Gigtarsjúklingur spyr hvar hann eigi að fá lyfin sín eftir að Árni Tómas var settur í straff

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og hvar eig­um við gigt­ar­sjúk­ling­ar Árna Tóm­as­ar að ná í okk­ar verkjalyf? Er kannski nóg að hringja til land­lækn­is og fá þau ávísuð þaðan? Að mínu mati og fjöl­margra annarra sjúk­linga Árna Tóm­as­ar svo og fjölda annarra erum við öll stór­hneyksluð á fram­komu land­lækn­is í garð Árna Tóm­as­ar.“

Þetta segir gigtarsjúklingurinn Kristmann Magnússon í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Eins og ítarlega hefur komið fram í fjölmiðlum svipti Embætti landlæknis Árna Tómas Ragnarsson lækni leyfi til að ávísa lyfjum. Ástæðan er sú að Árni Tómas hefur ávísað morfínskyldum lyfjum til langt leiddra fíknisjúklinga á skjön við lög og reglur. Um er að ræða skaðaminnkandi nálgun á fíkn en þessir sjúklingar Árna Tómasar hafa staðhæft að lyfjaávísanir læknisins hafi gert þeim kleift að lifa eðlilegu lífi, fúnkera í samfélaginu og halda sig frá afbrotum. Núna segist þetta fólk hins vegar vera bjargarlaust.

Kristmann bendir á að straffið á Árna Tómas bitni líka á gigtarsjúklingum hans, ekki bara fíknisjúklingum. Kristmann segist hafa verið hjá Árna Tómasari í 40 ár og lofar hann lækninn:

„Heiðursmaður­inn og stór­lækn­ir­inn Árni Tóm­as Ragn­ars­son hef­ur verið minn gigt­ar­lækn­ir í sl. 40 ár og hvergi hefði ég viljað vera nema hjá hon­um. Það var fyr­ir rúm­um 40 árum að vin­ur minn og golf­fé­lagi, lyflækn­ir­inn Sig­urður Þ. Guðmunds­son, greindi mig með gigt en sendi mig samt til tveggja gigt­ar­lækna til að fá grein­ingu sína staðfesta. Eft­ir já­kvæða niður­stöðu þess­ara lækna ráðlagði Sig­urður mér að leita til Árna Tóm­as­ar Ragn­ars­son­ar sem þá var svo til ný­kom­inn frá námi í Svíþjóð og hafði lækna­stofu í kjall­ar­an­um á Elli­heim­il­inu Grund. Og síðan þá hef­ur þessi in­dæli lækn­ir ekki bara verið minn gigt­ar­lækn­ir – hann hef­ur meira og minna séð um að halda heilsu­fari allr­ar minn­ar fjöl­skyldu í lagi. Árni Tóm­as er ekki ein­göngu gigt­ar­lækn­ir þótt hann hafi gigt­ina sem sér­fag held­ur er hann mjög fær al­menn­ur lækn­ir enda hef­ur hann um ára­bil verið trúnaðarlækn­ir Lands­bank­ans og Seðlabank­ans auk þess að hafa verið yf­ir­lækn­ir á Grund í fjölda­mörg ár.“

Kristmann harmar mjög aðgerðir landlæknis gegn Árna:

„Það tek­ur mann því mjög sárt þegar land­lækn­ir kem­ur fram við Árna eins og hann hef­ur gert með því að svipta hann leyfi til að ávísa meira að segja verkjalyfj­um fyr­ir okk­ur gigt­ar­sjúk­ling­ana sem hann hef­ur gert í 40 ár. Ef nauðsyn var að svipta hann ein­hverju þá var al­veg nóg að svipta hann leyfi til að ávísa þess­um sterku morfín­lyfj­um til fíkl­anna en ekki al­menn­um verkjalyfj­um til okk­ar gigt­ar­sjúk­ling­anna. Dreg ég þó sterk­lega í efa að það hafi verið rétt að svipta hann leyf­inu því Árni var að vinna gott verk með því að gefa þess­um fíkl­um ör­ugg og góð lyf og það ein­göngu í hæfi­leg­um dagskömmt­um fyr­ir hvern og einn.“

Kristmann telur mikið vanta upp á að heilbrigðisyfirvöld mæti þeim vanda sem straffið á Árna Tómas skilur eftir sig. Hann segir ekki rétt sem Embætti landlæknis heldur fram að fíknisjúklingar hans geti fengið örugga og góða þjónustu á Vogi. Dæmi, sem t.d. hafa komið fram í fréttum RÚV, sýni annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“