fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Níu klukkustunda gíslatöku í Hollandi lokið – Einn handtekinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. mars 2024 12:31

Meintur árásarmaður. Mynd/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Ede í Hollandi hafa handtekið grímuklæddan mann sem réðst inn á skemmtistaðinn Café Petticoat,  í bænum snemma í morgun og hótaði að sprengja sig í loft upp. Aðeins starfsfólk staðarins var statt á staðnum en gíslatakan stóð yfir í níu  klukkutíma og voru um 150 hús í kringum skemmistaðinn rýmd.

Alls er talið að fimm einstaklingar hafi verið inni á staðnum þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða en að minnsta kosti fjórir þeirra fengu að yfirgefa staðinn á meðan atburðarrásin stóð yfir.

Myndir af vettvangi sýna gráklæddan mann færðan inn í lögreglubíl fyrir utan staðinn en ekki liggur fyrir hvað árásarmaðurinn hafði í huga né hvort að hann hafi sett fram einhverjar kröfur á meðan gíslatökunni stóð. Lögreglan á staðnum hefur þó útilokað að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“