fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Neitað um upplýsingar eftir að hafa kvartað undan ofbeldi og einelti á vinnustaðnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 10:30

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur sent frá sér úrskurð í máli sem maður nokkur beindi til stofnunarinnar. Var hann starfsmaður félagasamtaka og hafði kvartað undan ofbeldi og einelti á vinnustaðnum. Vildi hann fá aðgang að fundargerðum stjórnarfunda samtakanna þar sem mál hans voru rædd en samtökin höfnuðu því. Persónuvernd úrskurðaði manninum í vil og lagði fyrir samtökin að afhenda manninum þá hluta fundargerðanna sem sneru að hans málum.

Í úrskurðinum kemur ekki fram um hvaða samtök er að ræða.

Persónuverd barst kvörtun mannsins í desember 2021 eftir að stjórn samtakanna hafði synjað beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnarinnar frá áramótunum 2019-20 og fram til júlí 2020 en mál tengd manninum höfðu verið rædd á fundunum.

Í maí 2023 setti Persónuvernd málið á bið þar til meðferð máls sem maðurinn höfðaði á hendur samtökunum væri lokið fyrir Landsrétti. Í júlí krafðist maðurinn þess að meðferð málsins yrði haldið áfram hjá Persónuvernd eftir að dómur féll í Landsrétti en þar sem hann óskaði eftir leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar var málið enn á bið hjá Persónuvernd. Þegar Hæstiréttur hafnaði beiðni mannsins hélt meðferð málsins loks áfram hjá Persónuvernd og fékk stofnunin afrit af umræddum fundargerðum.

Ríkir hagsmunir að afhenda ekki

Í kvörtun sinni vísaði maðurinn eins og áður segir til þess að hann hefði kvartað með formlegum hætti undan einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Hann taldi sig eiga rétt á aðgangi að fundagerðum funda þar sem mál hans voru rædd, samkvæmt lögum um persónuvernd og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Vísaði maðurinn til ákvæða reglugerðarinnar um að vinnuveitandi skuli skrá niður allt sem tengist slíkum málum og veita hlutaðeigandi starfsmanni aðgang að gögnum málsins.

Samtökin vildu meina að réttur einstaklings að persónuupplýsingum sínum sé ekki takmarkalaus. Ákvæði persónuverndarlaga hefðu komið í veg fyrir að hægt væri að afhenda manninum fundargerðirnar. Hagsmunir samtakanna að afhenda þær ekki hafi verið ríkari en hagsmunir mannsins að fá þær afhentar. Manninum hafi verið sagt upp störfum árið 2020 og legið hafi fyrir að hann myndi leita réttar síns ef samkomulag um starfslok næðist ekki. Samtökin hafi því haft augljósa hagsmuni af því að afhenda honum ekki fundargerðir þeirra stjórnarfunda þar sem mál hans voru rædd í ljósi þess að stjórnin hafi verið að gæta að lögmætum hagsmunum samtakanna og skyldum þeirra.

Eigi ekki við lengur

Það er hins vegar niðurstaða Persónuverndar að þau rök samtakanna um að þau geti ekki afhent manninum fundargerðirnar þar sem þau verði að gæta að lögmætum hagsmunum sínum, vegna dómsmálsins sem maðurinn höfðaði á hendur þeim, eigi ekki lengur við þar sem meðferð málsins í dómskerfinu sé lokið.

Starfsmenn Persónuverndar skoðuðu fundargerðirnar og í úrskurðinum kemur fram að vísað var til mannsins á stöku stað en ekki fjallað um sérstök mál tengd honum. Gæta þurfi hins vegar að hagsmunum þeirra sem tjáðu sig á fundunum og þeirra sem rætt var um. Þar að leiðandi geti maðurinn ekki átt rétt á aðgangi að fundargerðunum í heild sinni.

Maðurinn eigi hins vegar rétt á aðgangi að upplýsingum sem koma fram í þeim fundarliðum sem fjalla um hann og einnig eigi hann rétt á að vita nöfn þeirra fundarmanna sem sátu umrædda stjórnarfundi.

Ber samtökunum því að senda Persónuvernd staðfestingu á því, fyrir 3. apríl næstkomandi, að þau hafi afhent manninum þær upplýsingar sem hann á rétt á að fá aðgang að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn