fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

„Þetta er bara della og þvæla og við eig­um ekki að sætta okk­ur við þetta leng­ur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 08:00

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vilj­inn til að gera vel er einskis virði ef raun­veru­leg­ar aðgerðir fylgja ekki,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Sigmar um nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum sem er svakalegur lestur að hans mati. Hann segir að margt af því sem fram kemur hafi verið vitað en að fá þetta samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis sé gagnlegt fyrir umræðuna og þoki málum vonandi áfram.

„Eitt helsta atriði skýrsl­unn­ar er að ekk­ert ráðuneyti eða stofn­un hef­ur tekið skýra for­ystu í mál­um sem snúa að ópíóíðafíkn og öðrum fíkni­vanda. „Heil­brigðisráðuneytið þarf að taka skýra for­ystu í mála­flokkn­um.“ Að þetta sé staðan eft­ir ára­tuga bar­áttu er bein­lín­is grát­legt,“ segir Sigmar í grein sinni og varpar svo ljósi á hina raunverulegu stöðu.

Tala látinna yfir 100 á ári

„Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2.700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hóp­ur til viðbót­ar leit­ar beint í önn­ur úrræði, til dæm­is á Land­spít­ala. Það lét­ust um 30 vegna ópíóíðafíknar í fyrra, mest ungt fólk (lög­regla og fleiri telja reynd­ar að tal­an sé í raun tals­vert hærri). Tug­ir til viðbót­ar lét­ust úr sjúk­dómn­um með öðrum hætti. Var­lega áætlað er tala lát­inna yfir 100 á ári. Það þurfa sem sagt þúsund­ir ein­stak­linga að leita á náðir heil­brigðis­kerf­is­ins á hverju ári með ban­væn­an sjúk­dóm, en samt rík­ir al­gert for­ystu­leysi í mála­flokkn­um,“ segir Sigmar sem vísar á einn stað í skýrslunni þar sem segir:

„Eng­inn viðmæl­enda Rík­is­end­ur­skoðunar gat bent á hvar for­ysta í mála­flokkn­um lægi.“

Sigmar segir að þetta segi okkur að þótt heil­brigðis­yf­ir­völd gang­ist við því að fíkni­vandi sé sjúk­dóm­ur, þá skort­i enn mjög mikið upp á að vand­an­um sé sinnt með mann­sæm­andi hætti. Stjórn­völd hafi ekki einu sinni yf­ir­sýn yfir verk­efn­in sem þarf að sinna vegna al­var­lega veiks fólks sem á ský­laus­an rétt á heil­brigðisþjón­ustu en fær hana ekki.

„Það hef­ur verið vitað í fjöl­mörg ár að meðferðarúr­ræði á Íslandi eru allt of fá og að þau þurfa að vera fjöl­breytt­ari. Það skort­ir end­ur­hæf­ingu. Það skort­ir bráðaþjón­ustu. Það er skort­ur á fjár­magni. Skort­ur á skaðam­innk­un. Al­var­leg­ast­ur er samt ára­tuga skort­ur á raun­veru­leg­um skiln­ingi ráðamanna á því hvað vand­inn er hrika­lega stór og víðtæk­ur. Van­matið er okk­ar helsti vandi og af­leidd­ur kostnaður þess að gera of lítið er stjarn­fræðilega hár. Hring­ir það í al­vöru eng­um bjöll­um að nokk­ur þúsund manns með ban­væn­an sjúk­dóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en grein­ast með krabba­mein ár­lega,“ segir hann í grein sinni.

Sorglegur lestur

Hann vísar svo á annan stað í skýrslunni þar sem bent er á að heilbrigðisráðuneyti hafi ekki metið fjárþörf vegna ópíóðavanda auk þess sem þörf fyr­ir heil­brigðis- og meðferðarþjón­ustu vegna vímu­efna­vanda hafi ekki verið kort­lögð með heild­stæðum hætti.

„Þetta er sorg­legt að lesa því ópíóíðavandinn hef­ur verið staðreynd í ís­lensku sam­fé­lagi í ára­tugi og neysl­an er að aukast mikið. Samt hef­ur okk­ur ekki auðnast að kort­leggja hversu mikla þjón­ustu þurfi að veita eða hvers kon­ar þjón­ustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Mála­flokk­ur­inn daml­ar bara ein­hvern veg­inn áfram á sjálf­stýr­ingu og heil­brigðis­yf­ir­völd reiða sig á að grasrót­ar- og fé­laga­sam­tök dragi vagn­inn, sam­kvæmt skýrsl­unni.“

Galið að þurfa að reiða sig á sölu á fígúrum

Sigmar bendir enn fremur á að ríkið niðurgreiði lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar hjá SÁÁ fyrir 90 manns á ári. Þetta er óbreytt tala frá 2014 en síðan þá hafi vandinn vaxið mikið.

„Þetta er lífs­bjarg­andi meðferð við hættu­leg­ustu neysl­unni. Í fyrra fengu hins veg­ar 358 ein­stak­ling­ar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að ís­lenska ríkið borg­ar þessa lífs­bjarg­andi heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir einn af hverj­um fjór­um sem meðferðina þiggja. 268 sjúk­ling­ar fá þessa sjálf­sögðu heil­brigðisþjón­ustu ein­göngu vegna þess að fjöldi fólks nenn­ir að selja álf­inn í Kringl­unni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið ábyrg­ist hana.“

Sigmar segir að lokum að stjórnarskrárbundinn réttur til heilbrigðisþjónustu eigi ekki að ráðast af því hversu dugleg félagasamtök eru að selja fígúrur í verslunarmiðstöðvum eða biðja um fé frá fyrirtækjum.

„Mynd­um við sætta okk­ur við að sjúk­ling­ur kæm­ist ekki í hjartaaðgerð eða að krabba­meins­sjúk­ur fengi ekki lyf vegna þess að ein­hver álfa­sala í Glæsi­bæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eig­um ekki að sætta okk­ur við þetta leng­ur,“ segir hann.

Sigmar segir að það kosti um 100 milljónir að borga þessa meðferð að fullu og hefur hann lagt fram þingmál til að tryggja að það verði gert. Vonast hann til þess að það verði samþykkt.

„Staðan er ein­fald­lega grafal­var­leg og við þurf­um að gera miklu bet­ur. Von­andi ýtir þessi skýrsla við stjórn­völd­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri