Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í morgun kemur fram að Helga, sem hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar, íhugi nú breytingar.
„Hún býður til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum,” segir í tilkynningunni.
Þetta þýðir líklega að Helga sé á leið í forsetaframboð og muni hún þá bætast í hóp nokkuð margra einstaklinga sem safna meðmælum þessa dagana á vefnum Island.is.