fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sýknuð í meiðyrðamáli – Sagði mann haldinn barnagirnd vegna brots sem hann á að hafa framið þegar hann var barn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. mars 2024 14:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem stefnt var fyrir meiðyrði. Konunni var stefnt vegna ummæla um mann sem hún viðhafði í skilaboðum til unnustu mannsins í gegnum Instagram. Einnig var henni stefnt vegna nafnlausrar færslu í lokuðum Facebook-hópi, en konan neitaði því að vera höfundur þess texta.

Konan sagði manninn hafa nauðgað bróður hennar þegar maðurinn var 12 ára og bróðirinn 8 ára. Atvikið hefði rifjast upp fyrir bróðurinn í kjölfar áfalls áratug síðar og bróðir hennar hefði sagt foreldrum þeirra frá því.

Maðurinn krafðist ómerkingar ummælanna, fjarlægingar ummæla af Facebook, miskabóta og þess að konunni yrði gerð refsing. Ummælin sem féllu í skilaboðum á Instagram voru eftirfarandi:

„Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára“ .

„Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“

 „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“

Nafnlausu skrifin í Facebook-hópnum voru eftirfarandi:

„Ástæðan fyrir því að ég hef viljað setja nafnið hans hingað inn er því ég veit að hann hefur verið að sækjast um að vinna með börnum. Ég veit að hann unnið á leikskóla, frístund eftir skóla og […]. Hvert skipti sem hann er rekinn/látinn fara af einum staðnum þá sækir hann um á næsta sem er með börnum á“.

„Að vita til þess að hann sækjist eftir að vinna með börnum svona mörgum árum seinna, og það þá vinna sem felur í sér meðal annars að skeina og skipta á börnum, er eitthvað sem er mjög erfitt að vita af án þess að geta vatað aðra við.

„Hann var 12 ára þegar hann nauðgaði 8 ára barni. Það var ekki kært þar sem þetta kom upp 10 árum seinna. Barnavernd vill helst ekki skipta sér af þegar hann vinnur í kringum börn því það er engin kæra.“

Var sjálfur barn þegar hann á að hafa framið brotið

Í málflutningi fyrir hönd mannsins segir meðal annars:

„Auk þess að vera rangar og haldlausar séu framangreindar fullyrðingar sérstaklega meiðandi og undarlegar. Komi fram í fullyrðingum sem stefnda hafi birt á Facebook að hin meintu brot hafi átt sér stað fyrir […]árum, þegar stefnandi hafi sjálfur verið barn að aldri. Ekki sé vísað til neinna annarra atvika heldur sé um eitt meint atvik að ræða. Af því hafi stefnda dregið þá ályktun að stefnandi sé haldinn barnagirnd og telji hún greinilega aðstefnandi sé hættulegur börnum. Óskiljanlegt sé að stefnda skuli leyfa sér að draga slíkar ályktanir. Jafnvel þótt sannleikskorn væri í fullyrðingum hennar um kynferðisleg samskipti milli stefnanda og annars barns fyrir tæpum […]áratugum, sem sé rangt og ósannað, hefði það atvik aldrei verið skilgreint sem nauðgun né heldur væri hægt að álykta um meinta barnagirnd út frá því. Hefði enda stefnandi verið ósakhæfur, sbr. 14. gr. almennra hegningarlaga. Óþarfi sé hins vegar að hafa um það frekari vangaveltur þar sem fullyrðingar stefndu séu tilhæfulausar. Verði að líta svo á að það hafi verið ásetningur stefndu að skaða æru stefnanda að ósekju.“

Ennfremur var því hafnað með öllu að maðurinn sækti í að vinna með börnum sem og að hann hefði verið rekinn úr slíkum störfum.

Konan segir að ekki hafi vakað fyrir henni að vega að æru mannsins heldur hafi hún eingöngu viljað vara unnustu hans við. Í málsvörninni er staðhæft að ummælin í skilaboðunum hafi verið innan marka laga og innan þess tjáningarfrelsis sem borgurum er tryggt innan stjórnarskrárinnar. Er einnig bent á að engin opinber birting eða dreifing hafi átt sér stað á ummælunum.

Sem fyrr segir neitaði konan því að vera höfundur færslunnar um manninn í Facebook-hópnum en maðurinn taldi liggja í augum uppi að þetta væri hún, vegna innihalds textans, þar sem hún hafði viðhaft sambærilegar ásakanir í einkaskilaboðum, og vegna þess að hún hafði skráð sig í hópinn skömmu áður en færslan birtist.

Lögmæt tjáning

Dómarar töldu ummæli konunnar sem hún viðhafði í Instagram-skilaboðunum vera innan marka tjáningarfelsis og ekki væri sannað að þau hefðu ekki verið tjáð í góðri trú. Hvað varðar ummælin í Facebook-hópnum lægi sönnunarbyrði um að konan hefði viðhaft þau ummæli hjá manninum og ekki hefðu komið fram gögn fyrir dómi sem sönnuðu þetta.

Konan var sýknuð af öllum kröfum mannsins en fyrir héraðsdómi var samt dæmt svo að hvort skyldi bera sinn málskostnað. Var það byggt á ákvæði í lögum um meðferð einkamála þess efnis að ef vafaatriði séu uppi í máli þá megi láta hvorn aðila bera sinn hluta af kostnaðinum.

Landsréttur staðfesti þennan dóm héraðsdóms en maðurinn þarf að bera áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.

Dómana má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt