fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Sigmundur með fast skot: „Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 07:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður, skaut föstum skotum eftir leik Íslands og Ísraels í gærkvöldi í undanúrslitum um laust sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar.

Ísland fór með glæsilegan 4-1 sigur af hólmi og var sigurinn fyllilega verðskuldaður enda spilaði Ísland vel nær allan leikinn og var betra liðið. Albert Guðmundsson var maður leiksins en hann skoraði glæsilega þrennu.

Fyrir leik var talsverð umræða um þátttöku Alberts Guðmundssonar  í leiknum en hann var sem kunnugt er kærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári. Héraðssaksóknari felldi málið niður en konan sem kærði Albert kærði þá niðurfellingu til ríkissaksóknara. Meðan málið var hjá héraðssaksóknara spilaði Albert ekki fyrir liðið.

Þá var einnig talsverð umræða um þá ákvörðun KSÍ að spila yfir höfuð við Ísrael vegna stríðsástandsins og innrásarinnar á Gasa. Sigmundur sér hins vegar ekki eftir neinu.

„Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið. Ísland spilaði við Ísrael + Albert fékk að spila = Ísrael verður ekki á EM. Þannig var það öllum fyrir bestu að enginn hlustaði á rétttrúnaðarfólkið. -Rétttrúnaðarfólkinu líka,“ sagði Sigmundur á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi