fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Lét spörk og flóð hótana dynja á lögreglumanni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var sakfelld í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað ítrekað í lögreglumann, snúið upp á handlegg hans og hóta honum margsinnis lífláti sem og fjölskyldu hans.

Samkvæmt dómnum var konan ákærð í tveimur liðum.

Í honum segir að utandyra að kvöldi laugardagsins 19. nóvember 2022, í Reykjavík, hafi hún ítrekað hótað lögreglumanninum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum og lífláti og að auki sparkað ítrekað í hann og snúið upp á hægri handlegg hans með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á hægri framhandlegg.

Í seinni lið ákærunnar var konan ákærð fyrir að sparka í hægra læri lögreglumannsins utandyra og aftur þegar komið var á lögreglustöðina við Hverfisgötu auk þess að hóta honum lífláti enn á ný.

Konan játaði brot sín skýlaust en fram að þessu hafði hún ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Í ljósi þess og játningar hennar þótti hæfilegt að dæma hana í 90 daga skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin