fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Björn gagnrýnir Heimildina: „Mesta vælubílsfrétt sem ég hef séð í laaangan tíma“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, gagnrýnir frétt sem birtist í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag.

Í blaðinu var sagt frá raunum ungs manns, Halldórs Jónssonar, sem starfar sem yfirþjónn á Matarkjallaranum. Greiddi hann á síðasta ári næstum hálfa milljón króna í bílastæðakostnað. Starfs síns vegna þarf hann oft að vinna langt fram á kvöld, jafnvel til miðnættis, en þá er strætó hættur að ganga. Þar sem hann er búsettur í Hafnarfirði hefur hann notast við einkabílinn í vinnuna.

Krossferð gegn bílastæðagjöldum?

Björn gerði málið að umtalsefni í rúmlega fimm þúsund manna Facebook-hópi Samtaka um bíllausan lífsstíl.

„Öllum að óvörum er Heimildin allt í einu komin í e-s konar krossferð gegn bílastæðagjöldum. Sérstaklega fyndið að nota þennan unga mann, sem er fullfrískur btw, starfar í Aðalstræti í Reykjavík, sem er í um 600 metra fjarlægð frá ókeypis bílastæðum. Enn styttra í bílastæði sem eru ókeypis eftir klukkan 18, en þá hefst helsta ösin í hans starfi. Þetta er ógeeeeeeeðslega fyndið. Mesta vælubíls-frétt sem ég hef séð í laaangan tíma. Hvað er í gangi eiginlega? Af hverju er Heimildin orðin að Útvarpi Sögu?“

Björn bætir svo við á öðrum stað í þræðinum. „Þetta er bara eins og atriði í Fóstbræðrum, langar svo að þetta verði tekið lengra, sjónvarpsviðtal, tár á hvarmi, fara alla leið með þetta.“

Veruleiki venjulegs fólks

Jón Trausti Reynisson, einn af stofnendum Heimildarinnar, fyrrverandi ritstjóri miðilsins og núverandi framkvæmdastjóri, svarar fyrir gagnrýnina í hópnum.

„Heimildin er ekki í krossferð, heldur að fjalla um veruleika venjulegs fólks og vandamál sem snýst að hluta um opinbera stefnumótun. Vandamálið sem maðurinn vísar á endanum til snýst um að hann getur ekki notað almenningssamgöngur vegna þess að þjónustan er of takmörkuð. Eins og margir Íslendingar hafa upplifað í gegnum tíðina er einkabíll ekki frelsi heldur kvöð,“ sagði Jón Trausti og benti á að Heimildin væri eini fjölmiðillinn sem hefur verið með skrifstofur í miðborginni frá upphafi, einmitt til að geta boðið upp á gangandi/bíllausan lífsstíl.

„Það hefur reyndar ekki tekist að fá stæði fyrir fyrirtækisbíl, en við sleppum honum bara og höfum í staðinn notað hoppbíla osfrv. fyrir vinnuferðir. Og krossferðir,“ bætir hann við og slær á létta strengi.

Segir gagnrýnina missa marks

Björn dregur aðeins í land við þetta svar Jóns Trausta og segir:

„Þetta var nú skot sem var í meira í gríni en alvöru og ég vona að þú áttir þig á því. En að því sögðu þá er þetta bráðfyndið efni en mér finnst nú framsetningin ekki alveg ná því markmiði að gagnrýna takmarkaða þjónustu almenningssamgangna, sem ég er mjög sammála um að sé mikilvægt að gagnrýna. Með þessari framsetningu er einungis blásið upp ryki og virkir í athugasemdum byrja að kyrja „það er búið að eyðileggja miðbæinn,“-stefið, sem hjálpar engum og þessi gagnrýni missir marks.“

Jón Trausti segist skilja skotið. „Má örugglega skerpa á framsetningum. En þegar farið verður í krossferðina verður væntanlega byrjað á því að breyta hugtakanotkun og tala um næðisstæði fyrir fjölskyldubíla,“ segir Jón Trausti að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt