fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Aukin hætta vegna gasmengunar frá gosinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér uppfært hættumat vegna yfir standandi eldgoss við Sundhnúk. Þar segir meðal annars að aukin hætta sé á gasmengun í næsta nágrenni gosstöðvanna næstu daga.

Fram kemur að eldvirknin á gosstöðvunum við Sundhnúk helst stöðug á milli daga. Lítil sem engin skjálftavirkni sé í kvikugagninum eða í nágrenni hans. Aflögun í formi landriss á svæðinu við Svartsengi hafi verið afar væg síðan kvikuhlaupið átti sér stað og gos hófst þann 16. mars.  Það bendi einkum til þess að kvikan safnist síður fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi en flæði frekar beint út um gosopin. Þó gætu verið vísbendingar um að landris í Svartsengi hafi aukist síðan þá, en ekki sé hægt að fullyrða um það að svo stöddu. Mælingar næstu daga muni þó leiða slíkt betur í ljós.

Veðurspáin í dag (föstudag) boði norðan- og norðnorðvestanstæðir vindaa upp á um 8-15 m/s og norðaustlægari átt undir kvöld með heldur hægari norðaustanátt á morgun. Gasmengun verði undan þeim áttum því mest til suðurs af gosstöðvunum eða í og við Grindavík. Gasdreifingarspá má finna hér.

Aukin hætta á gasmengun

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar hefur hættumat verið uppfært og gildir það frá klukkan 15 í dag föstudaginn 22. mars til klukkan 15 mánudaginn 25. mars haldist staðan óbreytt. Hætta af völdum gasmengunar sé metin meiri á öllum hættusvæðum, í nágrenni Grindavíkur, miðað við síðastliðna daga. Það sé vegna veðurspár næstu daga og hærri mældra gilda á flæði brennisteinsdíoxíð (SO2) frá gígunum og hraunbreiðunni nú en áður. Á svæðum 1 og 5 (norðvestan gosstöðvanna) sé hætta vegna hraunflæðis minni en síðastliðna þrjá daga vegna stöðugleika hraunbreiðunnar norðan gosstöðvanna og núverandi hraunflæðis sem leiti einkum til suðurs. Hraunbreiðan sé þó enn hættuleg sökum þess hve stutt er síðan hún myndaðist.

Sjá má mynd af hættusvæðunum í nágrenni Grindavíkur hér fyrir neðan.

Mynd: Veðurstofa Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“