fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Er í lagi að einstætt foreldri hætti alltaf fyrr í vinnunni en hinir?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir einstæðir foreldrar á vinnumarkaði telja sig geta hætt fyrr í vinnunni en samstarfsfélagar þeirra, þar sem viðkomandi þarf alltaf að standa sína plikt að sækja barnið hjá dagmömmu, leikskóla eða skóla, en margir af þeim samstarfsmönnum sem sitja lengur eru ekki sáttir við þessa „sérmeðferð.“

Sálfræðingurinn Jacqui Manning svarar spurningum lesenda hjá News.com og gefur ráð varðandi spurningar þeirra og vandamál. Nýlega svaraði hún spurningu um sérréttindi starfsmanna sem eiga börn.

Spurningin var svohljóðandi: „Ég á lítið fyrirtæki og er með sex starfsmenn sem eru allir frábærir. Ég reyni að vera eins sveigjanlegur og ég get við starfsfólkið mitt og koma til móts við beiðnir þeirra um hætta fyrr einhverja daga og vinna að heiman einhverja daga, – ég átta mig á að þetta er lykilþáttur í starfsánægju. Hins vegar er það þannig að einn starfsmaður heldur áfram að biðja um sérmeðferð og ég er farin að finna fyrir ágreiningi um hvort ég geti haldið áfram að veita henni þessa sérmeðferð.

Hún er einstæð þriggja barna móðir sem er nær alltaf með börnin sín. Hún byrjar nú þegar 30 mínútum seinna en allir aðrir starfsmenn og hefur nú spurt hvort hún megi klára snemma á hverjum degi til að sækja krakkana sína, og klára vinnuna sína seinna um kvöldið.

Málið er að mig vantar fólk til að vera á skrifstofunni alla daga til 17:30 þar sem viðskiptavinir búast við að geta haft samband við okkur, svo ég get ekki boðið neinum öðrum þessi forréttindi að hætta fyrr alla daga. Er í lagi að veita sumu starfsfólki sérmeðferð en öðrum ekki? Mér finnst eins og starfsfólkið mitt sem er ekki með börn sé að taka á sig meiri vinnu, og þau eru að taka eftir því og verða pirruð á því.“

„Áttu börn?“

Manning svaraði á þennan veg: „Ég ætla að spyrja þig umdeildrar spurningar: „Áttu börn? Og ef svo er, ertu þá aðalumönnunaraðili þeirra? Ég býst við að svarið við annarri spurningunni sé nei, því annars hefði þú meiri og dýpri skilning á þessum aðstæðum sem þú ert að velta fyrir þér.

Segir Manning síðan að það að eignast barn sé eitt af því sem maður getur á engan hátt undirbúið sig nægilega vel fyrir með því að lesa eða fylgjast með öðrum, hvorki góðu hlutina né þá erfiðu, né það sem raunverulega á við þegar kemur að börnum. „Áður en við eignumst barn þá göngum við um og hugsum „þegar ég er mamma myndi ég aldrei gera svona“ eða „þegar ég er pabbi myndi barnið mitt aldrei haga sér svona“ og svo allt í einu er barn komið inn í líf þitt og allt sem þú ætlaðir ekki að gera er farið í vaskinn.

Að vera algerlega ábyrgur fyrir því að halda pínulítilli viðkvæmri mannveru á lífi og við góða heilsu er stundum yfirþyrmandi verkefni fyrir tvo foreldra, en þegar þú tekur annað foreldrið algjörlega út úr myndinni og margfaldar verkefnið með þremur, þá má segja að verkefnið sé orðið yfirþyrmandi,“ svarar Manning og heldur áfram.

„Ég skil þó að þú eigir í vandræðum og vilt ekki láta aðra starfsmenn þína verða pirraða. Það er ekki þér að kenna og ekki heldur meistaramömmustarfsmannsins að kenna, að við búum á þann hátt sem er svo gagnkvæmt líffræði okkar þegar kemur að uppeldi barna, það er að segja við búum í einstaklingsmiðuðum aðstæðum frekar en þorpi eins og okkur var ætlað. 

Manning segir að margir foreldrar upplifi að þeir séu að guggna undan álaginu að ala uppb börn og halda öllum boltum á lofti, en það sé ekki þeirra vandamál heldur nútímasamfélagsins sem viðurkennir ekki að það þurfi margar hendur og mikinn stuðning til að ala upp börn.

„Og núna er staðan þannig að þessi einstæða móðir er með tvær hendur, þrjú börn, og ekki mikinn stuðning þannig að hún finnur fyrir álaginu. Annað starfsfólk þitt gerir það líka, vegna þess að það voru ekki þeir sem völdu að eignast þrjú börn og þess vegna fylgjast þeir með henni til að sjá hvaða „forréttindi“ hún fær og þú finnur fyrir álaginu vegna þess að þú ert að reyna að gleðja alla.

En hér er málið, „forréttindi“ hennar eru alls ekki forréttindi. Hún fer ekki snemma úr vinnunni til að fara í handsnyrtingu, hún fer snemma úr vinnunni til að sækja börnin sín sem hún ber ein ábyrgð á og byrjar í öðru fullu starfi heima fyrir sem er að vera mamma/leigubílstjóri/matreiðslumaður/ráðgjafi/þvottakona/kennari/stuðningsmaður.

 

Hún kemur ekki 30 mínútum seinna en allir aðrir vegna þess að hún svaf út og borðaði morgunmatinn í rúminu. Hún er þegar búin að vinna heilan dag þegar hún kemur á skrifstofuna eftir að hún hefur fengið börnin til að borða morgunmat, klæða sig, bursta tennurnar, pakka í töskur og búa til nesti. Morgnarnir eru ringulreið í húsi með ungum krökkum. Og hún er ekki að biðja um að hætta fyrr í vinnunni, hún er bara að biðja um að vinna vinnuna sína að heiman sem hefur orðið breyting á eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn, hvort sem starfsmenn eiga börn eða ekki. Ekki láta hana vera á skrifstofunni bara til að láta hana vera þar eða til að reyna hið ómögulega, halda öllum starfsmönnum alltaf ánægðum.

Kannski gætirðu beðið hana um að vera til lokunar einn dag í viku ef þér finnst virkilega að þú þurfir að hafa hana á skrifstofunni eða sendu vinnusímann yfir í farsímann hennar. En mundu eitt, börnin hennar verða ekki lítil og svona háð henni að eilífu þannig að vinnuframlag hennar mun breytast með tímanum, en núna þarf hún að vera til staðar fyrir börnin. En veistu hvað mun endast að eilífu? Tryggð hennar við þig sem vinnuveitanda hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“